- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Miðar á leikinn við Flensburg hafa rokið út – örfáir eftir óseldir

„Fáir hefðbundir miðar eru eftir á leikinn en allir VIP-miðarnir uppseldir. Þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Það verður uppselt á leikinn og ljóst að við verðum vitni að flottasta handboltaleik sem farið hefur fram hér á landi...

Haukar staðfesta ráðningu Ásgeirs Arnar

Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik í stað Rúnars Sigtryggssonar sem tók í morgun við þjálfun þýska 1. deildarliðsins Leipzig. Haukar tilkynntu um ráðninguna á samfélagsmiðlum sínum fyrir skömmu. Samningur Ásgeirs Arnar og Hauka...

Spenna ríkir í D-riðli fyrir síðustu leikina

Riðlakeppi Evrópumóts kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með fjórum leikjum í C- og D-riðlum mótsins. Landslið Norður Makedóníu mætir rúmenska landsliðinu í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í úrslitaleik klukkan 17 um hvort liðið fer áfram í milliriðla. Rúmenska liðinu...

Rautt spjald Halldórs Inga afturkallað

Í annað sinn á skömmum tíma hafa dómarar leikja á Íslandsmótinu í handknattleik ákveðið að fella niður rautt spjald og útilokun sem þeir hafa gefið í hita leiksins. Nýrra tilfellið er útilokun með skýrslu sem Halldór Ingi Óskarsson leikmaður...
- Auglýsing-

Dagskráin: Flautað til leiks eftir talsvert hlé

Flautað verður til síðasta leiks fjórðu umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld. Nærri þrjár vikur eru liðnar síðan að síðast fór fram leikur í deildinni. Ungmennalið Vals sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 19.30. FH hefur unnið tvo...

Molakaffi: Aron, Arnór, Halldór, Jørgensen, Schiller, van Kreij

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar Aalborg Håndbold vann 10. leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld, 26:23, í heimsókn til Holstebro. Simon Gade markvörður Aalborg átti stórleik, var með 40% hlutfallsmarkvörslu. Arnór Atlason er...

Solberg skellti í lás gegn Ungverjum – Stórleikur Dana í fyrri hálfleik

Ekkert fær stöðvað Evrópumeistara Noregs á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Slóveníu. Norska meistaraliðið tók Ungverja í karphúsið í síðari hálfleik í kvöld og vann með tíu marka mun, 32:22, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. Noregur, undir...

Átján ára bið Slóvena á enda – Serbar pakka niður

Landslið Serba og Sviss hafa lokið þátttöku sinni á Evrópumóti kvenna í handknattleik eftir leiki þriðju og síðustu umferðar í kvöld. Serbar töpuðu fyrir Slóvenum með þriggja marka mun, 27:24, og biðu þar með lægri hlut í öllum leikjum...
- Auglýsing-

Ásgeir Örn er sterklega orðaður við Hauka

Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handknattleik er sterklega orðaður við starf þjálfara karlaliðs Hauka eftir að Rúnar Sigtryggsson hætti skyndilega í dag og var ráðinn til Leipzig í Þýskalandi. Heimildir handbolta.is herma að Ásgeir Örn sé...

Valur mótmælir yfirvofandi leikbanni Alexanders

Alexander Örn Júlíusson á yfir höfði sér eins leiks bann eftir að hafa verið útilokaður á 18. mínútu viðureignar Vals og Benidorm í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í síðustu viku. Verði bannið staðfest tekur Alexander Örn ekki þátt...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18184 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -