Efst á baugi
Valin í landslið Senegal
Britney Cots, markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna, hefur verið valin í landsliðshóp Senegal sem verður í æfingabúðum í Cherbourg í Frakklandi frá 28. september til 3. október. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem Cots...
Efst á baugi
Molakaffi: Sandra sú besta, Viggó og Arnór Þór
Sandra Erlingsdóttir var valin maður leiksins þegar EH Aalborg vann Lyngby í dönsku B-deildinni á laugardaginn, 27:18. Sandra hefur leikið afar vel með liðinu í fyrstu leikjum þess á keppnistímabilinu. Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik nýtti tækifærið vel þegar hann...
Efst á baugi
Á sigurbraut í Færeyjum
Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neista unnu stórsigur á STÍF, 37:26 í öðrum leik liðsins í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær en leikið var í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Neistin hefur þar með fjögur stig...
Fréttir
Boðið upp á markasúpu í Kórnum
Ungmennalið HK hafði betur gegn Selfossi í lokaleik fyrstu umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Kórnum í kvöld, 34:30, eftir að tveimur mörkum hafði skakkað á liðunum eftir fyrri hálfleik, 14:12, HK U í vil.Eins og kom fram...
Fréttir
Fjórtán mörk Guðmundar dugðu ekki
Fjölnismenn fara vel af stað í Grill 66-deild karla. Þeir sóttu tvö stig í Schenkerhöllina á Ásvöllum síðdegis er þeir mættu ungmennaliði Hauka í fyrstu umferð, lokatölur 31:26. Einnig munaði fimm mörkum á liðunum í hálfleik, 17:12.Guðmundur Rúnar Guðmundsson...
Grill 66-karla
Dæmigerður fyrsti leikur
„Þetta var dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem nýting dauðafæra var léleg og markvarslan lítil,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK um fyrsta sigur liðsins í upphafsumferð Grill 66-deildar karla í gær. HK, sem margir reikna með...
Fréttir
Þriðji sigurinn í höfn
„Það er alltaf gott að sigra þrátt fyrir að spilamennska okkar hafi alls ekki verið frábær,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir þegar handbolti.is heyrði stuttlega í henni eftir að lið hennar BSV Sachsen Zwickau vann Wuppertal, 27:24, á útivelli í...
Efst á baugi
HK krækir í reynslumann
Handknattleiksdeild HK hefur krækt í reyndan mann til þess að koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla og leysa þar af hólmi Vilhelm Gauta Bergsveinsson sem hefur orðið að draga saman seglin vegna anna.Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Árni Stefánsson bætist...
Fréttir
Myndaveisla frá Akureyri
Stjarnan vann KA/Þór, 23:21, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í gær. Egill Bjarni Friðjónsson, ljósmyndari KA, var á leiknum og fékk handbolti.is sendar nokkrar myndir frá honum sem gaman er að renna yfir.
Fréttir
Molakaffi: Aðalsteinn, Daníel, Haukur, Kjelling
Kadetten Schaffhausen, svissneska meistaraliðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, vann í gær toppslaginn í svissnesku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Pfadi Winterthur, 37:35, á heimavelli. Kadetten er eitt í efsta sæti deildarinnar með 8 stig að loknum fjórum leikjum. Daníel Freyr Andrésson...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
15758 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -