- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Bjarki Már markahæstur á vellinum – oddaleikur í Szeged

Bjarki Már Elísson átti stórleik og var markahæstur leikmanna Veszprém þegar liðið jafnaði metin gegn Pick Szeged í úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Bjarki Már var markahæsti maður vallarins með níu mörk í sjö marka sigri...

Elísabet kemur inn í þjálfarateymi Stjörnunnar

Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og starfar við hlið Sigurgeirs (Sissa) Jónssonar sem tekur við þjálfun kvennaliðsins af Hrannari Guðmundssyni.Elísabet er þrautreynd handknattleikskona sem hefur leikið í nærri tvo áratugi í meistaraflokki með Stjörnunni og Fram...

Snorri Steinn byrjar á tveimur leikjum gegn Færeyingum í Höllinni

Fyrstu leikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla með nýráðinn landsliðsþjálfara, Snorra Stein Guðjónsson, við stjórnvölin verða við Færeyinga í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Þetta verða jafnframt fyrstu leikir A-landsliða grannþjóðanna í karlaflokki í rúm 18 ár. Kærkomnir leikir Leikirnir verða...

Arnar Birkir styrkir nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar

Handknattleiksmaðurinn Arnar Birkir Halfdánsson hefur samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, Amo Handboll til tveggja ára. Frá þessu segir félagið í sumar en orðrómur um vistaskipti Arnars Birkis frá danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esbjerg til Amo hefur verið uppi um nokkurt skeið.Amo...
- Auglýsing-

Barist í Nuuk um farseðil á heimsmeistaramótið

Í dag hefst í Nuuk á Grænlandi síðasta undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik. Landslið fimm þjóða Norður Ameríku og Karabíahafs keppa um einn farseðil á HM. Auk Grænlendinga taka landslið Bandaríkjanna, Kanada, Kúbu og Mexíkó þátt.Keppninni lýkur á sunnudaginn,...

Molakaffi: Tumi Steinn, Roland, Vyakhireva, Reistad, Wisla, San Fernando

Tumi Steinn Rúnarsson var í sigurliði Coburg sem vann HC Motor í næst síðustu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær, 35:29. Tumi Steinn náði ekki að skora í leiknum en átti eina stoðsendingu.  Coburg er í 11. sæti...

Einstakt afrek Vipers – Lunde á spjöld sögunnar

Norska meistaraliðið Vipers Kristiansand vann í dag það einstaka afrek að standa þriðja árið í röð á efsta palli evrópsks handknattleiks í kvennaflokki. Vipers vann ungverska liðið FTC (Ferencváros) í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 28:24, að viðstöddum metfjölda...

Frændur okkar voru ívið sterkari í Kaplakrika

Færeyska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hafði betur gegn íslenskum jafnöldrum sínum í síðari vináttuleiknum í Kaplakrika í dag, 31:30, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13. Í gær vann íslenska liðið með átta...
- Auglýsing-

Íslendingar töpuðu í 99 marka maraþonleik

Eftir sannkallaðan maraþonleik máttu leikmenn Kadetten Schaffhausen bíta í það súra epli að tapa fyrir HC Kriens í þriðja úrslitaleik liðanna um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss í dag. Lokatölur, 50:49, fyrir Kriens og munaði þar mestu um...

Úrslitaleikur um meistaratitilinn í Álaborg

Framundan er hreinn úrslitaleikur um danska meistaratitilinn í handknattleik karla í Álaborg á laugardaginn eftir að Aalborg Håndbold vann meistara síðasta árs, GOG, 34:29, í öðrum leik liðanna í úrslitum í Jyske Bank Arena Fyn í dag að viðstöddum...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18329 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -