Þýska handknattleikssambandið ætlar á næstu dögum að ganga til viðræðna við Alfreð Gíslason þjálfara þýska karlalandsliðsins um nýjan saming sem taki við af núverandi samningi sem gengur út í sumar. Axel Kromer íþróttastjóri þýska handknattleikssambandsins staðfestir fyrirætlanir sambandsins í...
Lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland náðu einu mikilvægu stigi í botnbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld þegar þeir skildu með skiptan hlut í viðureign við Ringsted, 31:31. Leikurinn markaði loka 21. umferðar deildarinnar og fór hann fram...
Línumaðurinn öflugi, Andri Finnsson, hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeild Vals í dag.
Andri er uppalinn á Hlíðarenda þar sem hann hefur leikið með Val upp alla yngri flokka félagsins. Hann...
„Það verður varla fúlara tapið en þetta. Að komast í Höllina var eitt af okkar markmiðum og það er alltaf mjög slæmt þegar markmið nást ekki,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH vonsvikinn þegar handbolti.is náði af honum tali...
„Okkur hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu vikur eftir að við lögðum á okkur mikla vinnu meðan sex vikna hlé var gert á keppni í deildinni. Ég ætla ekki að ljúga því að þér að það sem við gerðum...
Haukar eru þriðja liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í handknattleik á eftir ÍBV og Stjörnunni. Haukar unnu stórleikinn í Hafnarfirði í kvöld gegn FH, 33:29, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í...
„Það líður sennilega ár áður en ég mæti til leiks aftur,“ sagði handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir í samtali við handbolta.is spurð hvenær væri von á henni aftur út á leikvöllinn með KA/Þór. Rakel Sara hefur ekkert leikið með KA/Þór...
Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad skoraði fjórum sinnum fyrir liðið í heimsókn til Bækkelaget í gær. Kolstad vann með 10 marka mun, 35:25, og er í efsta sæti með 35 stig eftir 19 umferðir.
Dagur Gautason skoraði fjögur mörk þegar...
Ekkert lát er á kapphlaupi SC Mageburg og Füchse Berlin um þýska meistaratitilinn í handknattleik. Bæði liðin höfðu betur í leikjum sínum í dag og standa jöfn að vígi með 36 stig hvort eftir 20 umferðir. SC Magdeburg vann...
Fjölnir vann sinn fjórða leik í Grill 66-deild kvenna í dag í heimsókn sinni til granna sinna í ungmennaliði Fram í Lambagahöllina, 33:21. Sólveig Ása Brynjarsdóttir átti stórleik fyrir Fjölni og skoraði 10 mörk. Fjölnisliðið hafði tögl og hagldir...
Valsmenn fara með eins marks forskot til Sabac í Serbíu til síðari viðureignar sinnar við RK Metaloplastika Elixir á næsta laugardag. Valur vann heimaleikinn í kvöld, 27:26, eftir jafna stöðu í fyrri hálfleik, 11:11. Fjölda fólks dreif að N1-höll...
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu sem hefur unnið fjóra leiki í röð sem er stórt fyrir okkur. Við erum á góðri siglingu,“ sagði sigurreifur þjálfari Stjörnunnar, Hrannar Guðmundsson, í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Stjarnan vann...
„Það var ótrúlega gaman að mæta út á völlinn aftur. Reyndar var svolítið stress yfir hvað Tryggvi litli leyfði mér að gera en þetta bjargaðist allt eins og best var á kosið. Systir mín var með hann meðan á...
Martha Hermannsdóttir hefur tekið fram handboltaskóna og ákveðið að leika með KA/Þór í síðustu leikjum Olísdeildar. KA/Þór er í fallhættu á botni deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Hún lék með KA/Þór gegn ÍR í Skógarseli í gærkvöld.
„Það eru...
„Sú staðreynd að við héldum ÍR í 22 mörkum hefði átt að nægja okkur til þess að stela stigi eða tveimur úr leiknum en því miður varð það ekki raunin,“ sagði Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari KA/Þórs í samtali við...