Tveir nýliðar eru í 19 kvenna landsliðshópi sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur valið til æfinga og tveggja leikja við sænska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins um næstu mánaðamót. Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram, og Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi, eru í...
Handknattleiksmaðurinn Arnór Snær Óskarsson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi til loka keppnistímabilsins sem stendur yfir. Gummersbach segir frá þessu í tilkynningu sem birtist eftir hádegið í dag.
Arnór Snær er samningsbundinn Rhein-Neckar Löwen en hefur...
Hrannar Guðmundsson hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til tveggja ára um að þjálfa karlalið félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni í morgun.
Hrannar er 32 ára Mosfellingur og hefur þjálfað hjá ÍR, Aftureldingu og yngri landsliðum...
Sextánda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ þegar Afturelding og Stjarnan mætast. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki.
Stjarnan hefur...
Valgerður Elín Snorradóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Valgerður er 15 ára gamall miðjumaður/skytta og hefur verið í U16 ára landsliðinu (08/09) í síðustu verkefnum. Ásamt því að spila með yngri flokkum félagsins þá...
Handknattleiksmaðurinn sterki Magnús Óli Magnússon fer ekki með Valsliðinu til Serbíu í fyrramálið. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals staðfesti þessi slæmu tíðindi í samtali við handbolta.is í kvöld eftir viðureign Vals og Selfoss í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins. Valur...
Valur varð í kvöld fjórða og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik karla. Valur vann afar öruggan sigur á Selfossi, 36:26, í N1-höllinni á Hlíðarenda eftir að hafa verið með gott forskot frá upphafi....
Íslensku handknattleikskonurnar Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir voru frábærar í kvöld þegar lið þeirra, Skara HF, gerði sér lítið fyrir og vann efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, Sävehof, 34:30, í Partille, heimavelli Sävehof. Fyrir leikinn í kvöld hafði...
FH-ingurinn Jakob Martin Ásgeirsson var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og FH í átta liða úrslitum Powerade-bikarnum á mánudagskvöldið.
„Dómarar meta að...
„Þetta var það síðasta sem ég bjóst við að ég væri að fara gera þegar ég mætti hingað í Dominos stúdíóið. Að ég væri að fara ræða Haukasigur gegn FH,“ segir Sérfræðingurinn í nýjasta þætti Handkastsins sem kom út...
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Amo þegar liðið tapaði í heimsókn til HK Malmö, 30:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Amo er í 10. sæti af 14 liðum þegar sex umferðir eru eftir. Hér fyrir...
Landsliðskonan í handknattleik og burðarás í liði Hauka, Elín Klara Þorkelsdóttir, tognaði á vinstri ökkla þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í viðureign Hauka og Aftureldingar í Olísdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Hún kom...
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting með níu mörk þegar liðið vann Dinamo Búkarest eftir mikla baráttu á lokasprettinum, 35:33, í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld. Leikið var í Lissabon. Sigurinn tryggði Sporting áfram annað sæti...
Afturelding var ekki fjarri því að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til Hauka á Ásvelli í síðasta leik 17. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. Haukar unnu með eins marks mun, 29:28, eftir að Afturelding skoraði þrjú síðustu...
Viktor Gísli Hallgrímsson og Óðinn Þór Ríkharðsson fögnuðu sigrum með liðum sínum, Nantes og Kadetten Schaffhausen, þegar 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik hófst í kvöld. Nantes lagði Hannover-Burgdorf, 38:32, í Þýskalandi. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Óðinn og félagar unnu...