Króatísku handknattleikskonurnar Ena Car og Lara Židek, sem léku með Haukum á síðasta keppnistímabili leika áfram hér á landi á næstu leiktíð þótt þær verði ekki áfram liðsmenn Hauka. Samkvæmt heimildum handbolta.is leituðu Zidek og Car ekki langt...
Sandra Erlingsdóttir lék ekki með TuS Metzingen í fyrsta leik liðsins af þremur á æfingamóti í Ungverjalandi i gær. TuS Metzingen tapaði fyrir japanska landsliðinu, 32:30. Sandra á afmæli í dag og sendir handbolti.is henni hér með hamingjuóskir með...
Frækinn sigur íslenska landsliðsins á Slóvenum í lokaumferð riðlakeppni Ólympíudaga Evrópuæskunnar í handknattleik karla í dag nægði ekki til að komast í undanúrslit. Íslensku piltarnir mæta Svartfellingum á föstudaginn í krossspili um fimmta til áttunda sætið. Sigurliðið leikur við...
Ósennilegt er að Ómar Ingi Magnússon verði með Evrópumeisturum SC Magdeburg í allra fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Svo segir Bennet Wiegert þjálfari liðsins í samtali við Magdeburger Volksstimme í dag. Hann segir Ómar Inga eiga eitthvað í land....
Signý Pála Pálsdóttir, markvörður hefur ákveðið að breyta til og leika með Víkingi á næsta keppnistímabili, hið minnsta. Hún hefur þessu til staðfestingar skrifað undir samning við félagið.
Signý Pála er 21 árs gömul og var markvörður hjá Gróttu...
Handknattleiksdeild Vals hefur gengið frá samningum við fimm leikmenn sem koma úr yngri flokka starfi félagsins. Allar hafa þær skrifað undir tveggja ára samninga, eftir því sem greint er frá í tilkynningu.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Kristbjörg Erlingsdóttir og Ásrún Inga...
Handknattleikskonan Erika Ýr Ómarsdóttir, hefur skrifað undir samning við bikar- og deildarmeistara ÍBV. Erika Ýr er uppalin í Eyjum og var m.a. valin ÍBV-arar tímabilsins vorið 2021.
Íslensk handknattleikslið eru að hefja æfingar af fullum þunga þessa dagana eftir...
Ekki tókst piltalandsliðinu, U17 ára, að fylgja eftir góðum sigri sínum á Norðmönnum í gær þegar leikið var við þýska landsliðið í kvöld í annarri umferð handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Maribor í Slóveníu. Þjóðverjar voru talsvert sterkari nánast...
Línu- og varnarmaðurinn Gunnar Dan Hlynsson hefur á ný gengið til liðs við Gróttu og skrifað undir til tveggja ára því til staðfestingar. Hann kemur til Gróttu frá Haukum. Gunnar Dan var alla síðustu leiktíð frá keppni eftir að...
Eyjamaðurinn Breki Óðinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara ÍBV. Breki er vinstri hornamaður og var meira og minna með ÍBV-liðinu á síðustu leiktíð.
Arnór Atlason er tekinn formlega til starfa hjá danska úrvalsdeildarliðinu Team Tvis Holstebro sem aðalþjálfari liðsins....
Handknattleiksdeild ÍR hefur staðfest að Sara Dögg Hjaltadóttir gangi til liðs við nýliðanna í Olísdeild kvenna sem lánsmaður frá Íslandsmeisturum Vals. Handbolti.is sagði frá væntanlegri komu Söru Daggar í Skógarselið samkvæmt heimildum á laugardaginn.
Sara Dögg kom til liðs við...
Norska meistaraliðið Kolstad mun að öllum líkindum halda keppnisrétti sínum í Meistaradeild karla í handknattleik þrátt fyrir fregnir af fjárhagskröggum og lækkun launa um 30 af 100. Tíðindi sem komu Handknattleikssambandi Evrópu í opna skjöldu og virðast á skjön...
Yfirvofandi eru þjálfaraskipti hjá handknattleiksliði Harðar á Ísafirði. Þarf það vart að koma á óvart eftir fregnir á dögunum um að Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar síðustu fjögur ár, hafi litið í kringum sig, reyndar með leyfi félagsins....
Einn þekktasti og áhrifamesti handknattleiksþjálfari sinnar samtíðar, Vlado Stenzel, varð 89 ára í gær. Stensel er Serbó/Króati sem flutti til Þýskalands 1973 og stýrði þýska landsliðinu til sigurs á HM 1978 í sögufrægum úrslitaleik við Sovétmenn í Kaupmannahöfn, 20:19. Þjóðverjar...
„Leikurinn var mikið betri hjá okkur í dag en í gær. Alvöru kraftur í vörninni,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U19 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is í dag eftir að íslenska liðið vann færeyska jafnaldra sína með þriggja...