- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Þjóðverjar unnu eftir framlengingu

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, leikur um 5. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla á sunnudaginn. Þjóðverjar lögðu Egypta með eins marks mun í framlengdum spennuleik, 35:34, í Stokkhólmi fyrir stundu. Julian Köster, leikmaður Gummersbach, skoraði markið sem...

HSÍ fær nærri 83 milljónir úr afrekssjóði – framlagið lækkar á milli ára

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hlýtur 82,6 milljóna styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fyrir árið 2023. Það er fjórum milljónum lægra en á síðasta ári og í samræmi við sjóðurinn hefur úr aðeins minna að spila nú en...

Dagskráin: Grill 66-deildirnar og HM karla

Þrír leikir verða á dagskrá Grill 66-deilda karla og kvenna í kvöld. Þar á meðal verður áhugavert að fylgjast með framvindu leiks Fjölnis og Víkings. Víkingar hafa sótt í sig veðrið og virðast vera eina liðið um þessar mundir...
- Auglýsing -

Gunnar er hættur störfum hjá Gróttu

Gunnar Gunnarsson er óvænt hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu í handknattleik. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu í kvöld sem gefin var út rétt eftir að liðið vann Fjölni/Fylki, 32:28, í Grill 66-deildinni. Í tilkynningunni segir að stjórn deildarinnar hafi...

Afturelding hleypti spennu í toppbaráttuna

Afturelding varð fyrst liða til þess að vinna ÍR í Grill 66-deild kvenna í handknattleik á tímabilinu þegar liðin mættust í Skógarseli í kvöld. Mosfellingar voru mikið sterkari á lokaspretti leiksins og skoruðu fimm síðustu mörkin og unnu með...

Verður áfram á Selfossi næstu tvö ár

Litháenski markmaðurinn Vilius Rašimas hefur framlengt samning sinn við Selfoss til ársins 2025. Rašimas er og hefur verið lykilmaður í meistaraflokki karla og einn af bestu markvörðum Olísdeildar karla undanfarin tímabil.  Rašimas er með meðalmarkvörslu upp á 32% og var m.a. valinn...
- Auglýsing -

Dagskráin: Toppslagur í Skógarseli

Tvö efstu lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, ÍR og Afturelding, mætast í 11. umferð á heimavelli ÍR-ingar í Skógarseli í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Úrslit leiksins í Skógarseli geta haft veruleg áhrif á hvort liðið fer...

Áfall fyrir Svía – Gottfridsson er úr leik

Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í gærkvöld þegar leikstjórnandinn Jim Gottfridsson meiddist snemma í viðureigninni við Egypta í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Í morgunsárið var staðfest að Gottfridsson handarbrotnaði og leikur ekkert meira með sænska landsliðinu...

Molakaffi: Elías, Alexandra, fimm, Axel, Elín Jóna, Steinunn, Hansen, Frandsen

Elías Már Halldórsson hrósaði sigri með liði sínu Fredrikstad Bkl. í heimsókn til Sola í gærkvöld í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld, 26:25. Alexandra Líf Arnarsdóttir er leikmaður Fredrikstad Bkl. Hún skoraði ekki í leiknum í gær....
- Auglýsing -

Heimsmeistarar Dana halda áfram að skrifa söguna

Danska landsliðið í handknattleik karla skrifaði sig á spjöld sögunnar í kvöld þegar það vann Ungverja. Ekki aðeins var 17 marka sigurinn á Ungverjum í átta liða úrslitum sá stærsti sem nokkurt lið hefur unnið á þessu stigi keppninnar...

Desbonnet gerði út um vonir Alfreðs og Þjóðverja

Frakkar sýndu styrk sinn síðustu 20 mínúturnar gegn Þjóðverjum í síðustu viðureigninni í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Eftir hörkuleik í 40 mínútur fengu leikmenn Þýskalands lítt við ráðið á endasprettinum. Ekki síst reyndist Remi Desbonnet markvörður...

Sterkir Svíar meiddust í sigurleik á Egyptum

Svíar innsigluðu sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í kvöld með því að leggja Egypta í hörkuleik í Tele2 Arena í Stokkhólmi, 26:22, að viðstöddum 17 þúsund áhorfendum í frábærri stemningu. Meiðsli Jim Gottfridsson og Albin Lagergren...
- Auglýsing -

Spánn í undanúrslit eftir tvíframlengdan háspennuleik

Spánverjar mæta Dönum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Þeir unnu Norðmenn í háspennu tvíframlengdum leik í Gdansk, 35:34. Daniel Dujshebaev skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum í hreint frábærum...

Danir kjöldrógu Ungverja

Heimsmeistarar Danmerkur í handknattleik karla eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla eftir að hafa rótburstað Ungverja með 17 marka mun, 40:23, í átta liða úrslitum í Stokkhólmi í kvöld. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum í Gdansk...

Markahæstur annað HM í röð – hverjir hafa skorað mest frá 1958?

Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á HM annað mótið í röð. Að þessu sinni skoraði hann 45 mörk í sex leikjum og eins kom fram á handbolta.is í fyrradag. Guðjón Valur Sigurðsson hefur oftast verið markahæstur íslensku landsliðsmannanna á...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -