ÍR gefur ekki eftir efsta sæti Grill 66-deildar kvenna. Liðið vann Fjölni/Fylki með talsverðum yfirburðum í Skógarseli í kvöld, 32:15, og treysti stöðu sína á toppnum. Grótta, sem var í öðru sæti, féll niður í þriðja sæti eftir tap...
Ekki tókst leikmönnum Fjölnis að leggja stein í götu toppliðs Grill 66-deildar karla í kvöld þegar HK-ingar sóttu Fjölnismenn heim í Dalhús. Það var rétt framan af síðari hálfleik sem jafnræði var með liðunum en eftir að staðan var...
Haukur Þrastarson sleit krossband í hægra hné í viðureign Łomża Industria Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið. Tomasz Mgłosiek sjúkraþjálfari Kielce staðfesti þessi vondu en e.t.v. ekki óvæntu tíðindi á heimasíðu félagsins eftir hádegið.
Mgłosiek segir...
„Það er alltaf erfitt að átta sig á raunverulegri getu með því að skoða upptökur af leikjum. Dukla er í fjórða sæti í deildinni, svo sem ekki langt frá toppnum. Það má segja að uppbygging Dukla-liðsins sé svipuð og...
Leikmenn karlaliðs ÍBV í handknattleik komu til Prag undir miðnætti í gær eftir dagsferðalag sem hófst með siglingu með Herjólfi frá Vestmannaeyjum á tíunda tímanum í gærmorgun. Þegar komið var á leiðarenda í Prag í gærkvöld varð ljóst að...
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk fyrir þýska meistaraliðið SC Magdeburg í fyrrakvöld í sigri liðsins á dönsku meisturunum GOG, 36:34, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.
Eitt markanna sem Ómar Ingi skoraði þótti einstaklega glæsilegt. Hann sneri þá boltann fram...
Þriðja heimsmeistaramótið í röð verður íslenskur þjálfari við stjórnvölin hjá landsliði Barein þegar flautað verður til leiks á HM karla í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Aron Kristjánsson staðfesti í samtali við RÚV í gær að hann búi...
Sjö leikir á dagskrá Íslandsmótsins karla og kvenna í kvöld. Þar á meðal er svokallaður tvíhöfði í Mosfellsbæ, þ.e. tveir heimaleikir hjá kvenna- og karlaliði félagsins.
Olísdeild karla:Varmá: Afturelding - Valur, kl. 20 - sýndur á Stöð2sport.
Staðan í Olísdeild...
Berta Rut Harðardóttir var markahæst með sjö mörk þegar Holstebro tapaði á útivelli fyrir Bjerringbro, 33:28, í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta var annað tap Bertu og samherja í deildinni á leiktíðinni. Holstebro er í þriðja sæti með...
Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson létu sannarlega til sín taka í kvöld þegar lið þeirra Gummersbach vann Erlangen, 37:31, á heimavelli Erlangen í Nürnberg í þysku 1. deildinni í handknattleik.
Þeir skoruðu sjö mörk hvor og...
Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U-19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið 16 leikmenn til þess að leika fyrir hönd Íslands á Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs, 27., 28. og 29. desember.
Einnig hefur verið...
Þegar Einar Rafn Eiðsson skoraði 17 mörk í 20 skotum fyrir KA á dögunum – í leik gegn Gróttu á KA-heimilinu á Akureyri, 33:33, rifjaðist upp 40 ára gamalt markamet Alfreðs Gíslasonar, sem skoraði 21 mark í leik fyrir...
Ólafur Andrés Guðmundsson var á ný í leikmannahópi GC Amicitia Zürich í gærkvöldi þegar liðið sótti Pfadi Winterthur heim í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Ólafur hafði verið fjarverandi í þremur leikjum í röð vegna meðsla. Hann skoraði ekki gær en...
„Því miður þá búum við okkur undir það versta, það er að krossband í hné sé skaddað,“ segir Tomasz Mgłosiek sjúkraþjálfari Łomża Industria Kielce á heimasíðu félagsins í kvöld í umfjöllun um meiðsli þau sem Haukur Þrastarson varð fyrir...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon áttu stærstan þátt í að SC Magdeburg vann danska meistaraliðið GOG, 36:34, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Magdeburg í kvöld. Gísli Þorgeir fór á kostum og skoraði m.a. sex mörk...