- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Grill66 kvenna: Öruggt hjá Gróttu – Ásthildur tryggði stigið í Mosó

Grótta vann annan leik sinn í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld þegar leikmenn liðsins sóttu tvö stig með öruggum sigri á Fjölni/Fylki á útivelli, 29:20 þegar önnur umferð deildarinnar fór af stað með tveimur leikjum. Grótta var fjórum mörkum...

Lovísa leyst undan samningi að eigin ósk

Landsliðskonan í handknattleik, Lovísa Thompson, hefur að eigin ósk verið leyst undan samning hjá danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold. Félagið tilkynnti þetta í dag. „Ringkøbing Håndbold er því miður ekki rétta liðið fyrir Lovísu. Af þeirri ástæðu hefur verið komið til...

„Ég túlka þessar myndir sem gróft brot“

„Ég túlka þessar myndir sem gróft brot og ætla að horfa á upptöku til að átta mig betur á þessu. Ég hef beðið dómara um að fylgjast vel með brotum af þessu tagi,“ sagði Kristján Gaukur Kristjánsson formaður dómaranefndar...
- Auglýsing -

Aron læstist í bakinu

Stefan Madsen, þjálfari danska handknattleiksliðsins Aalborg Håndbold, segir í samtali við Nordjyske í morgun að Aron Pálmarsson hafi ekki meiðst alvarlega í viðureign liðsins við Pick Szeged í Ungverjalandi í gær. Eins kom fram á handbolta.is í gærkvöld varð...

Dagskráin: Reykjavíkurslagur í dalnum – Evrópuleikur á Akureyri

Í mörg horn verður að líta fyrir handknattleiksáhugafólk í kvöld. Sex leikir fara fram í þremur deildum auk þess sem Evrópuleikur fer fram í KA-heimilinu, sá fyrsti í hart nær tvo áratugi. Fram og Valur mætast í Úlfarsárdal klukkan 19.30...

Molakaffi: Ýmir Örn, Heiðmar, Arnór Þór, Ólafur, Steinunn

Áfram halda Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen að vinna andstæðinga sína. Í gærkvöld lögðu þeir GWD Minden með 12 marka mun á heimavelli, 37:25. Ýmir Örn skoraði þrjú mörk í leiknum. Rhein-Neckar Löwen er annað tveggja...
- Auglýsing -

Fimmta umferð – fargi létt af FH-ingum – úrslit kvöldsins

Þrír leikir fóru fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Hæst bar sennilega að FH-ingum tókst loksins að vinna leik eftir tvö jafntefli og tvo tapleiki í upphafsumferðunum fjórum. FH vann Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi með þriggja...

Er sem betur fer ekki brotin

„Ég er sem betur fer ekki brotin en um mjög slæma tognun er að ræða og bólga myndaðist á milli litlu beinanna í úlnliðnum,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður þýska liðsins BSV Sachsen Zwickau í...

Ætlum ekki að verða farþegar í keppninni

„Mér líst vel mótherjana og sé ekki betur en að við höfum fengið allan pakkann,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í morgun eftir að dregið var í riðla...
- Auglýsing -

Molakaffi: Gunnar Valur, Ragnar, Brynjar, Ólafur, Bjarki, Aldís, Ásdís, Harpa, Sunna, Dana, Axel, Örn

Gunnar Valur Arason og Ragnar Áki Ragnarsson hafa fengið félagaskipti frá Vængjum Júpíters yfir til liðs Kórdrengja sem leikur í Grill66-deild karla. ÍR-ingurinn Viktor Bjarki Ómarsson hefur verið lánaður til Kórdrengja út leiktíðina.  Einnig hefur Brynjar Jökull Guðmundsson fengið leikheimild...

Díana Dögg fór meidd af leikvelli

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, fór meidd af leikvelli í síðari hálfleik í kvöld í leik með liði sínu, BSV Sachsen Zwickau í þýsku 1. deildinni í átta marka tapleik fyrir Thüringer HC, 32:24. „Ég féll við og...

Valur og Stjarnan áfram á sigurbraut – úrslit og markaskor

Lið Vals og Stjörnunnar eru áfram ósigruð í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hvort þeirra hefur leikið þrisvar sinnum. Valur vann Fram, 27:22, í Origohöllinni í kvöld en Stjarnan vann KA/Þór með 11 marka mun í TM-höllinni í...
- Auglýsing -

KA/Þór hefur samið við brasilíska konu – leikheimild er í höfn

Brasilíska handknattleikskonan Nathalia Soares Baliana hefur samið við KA/Þór og fengið leikheimild hjá HSÍ, eftir því sem fram kemur á félagaskiptavef HSÍ. Reikna má með að Baliana gangi rakleitt inn í leikmannahóp KA/Þórs og verði hugsanlega með gegn Stjörnunni...

Heimir og Einar sofna ekki á verðinum – kalla saman 28 pilta til æfinga

Króatar verða gestgjafar heimsmeistaramóts karla í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, dagana 2. til 13. ágúst á næsta ári. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið með að huga að undirbúningi íslenska landsliðsins sem verður á...

Valsmenn eru í þriðja flokki – ægisterk lið bíða

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út styrkleikaflokkana sem dregið verður úr í fyrramálið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar í karlaflokki. Íslands- og bikarmeistarar Vals eru í þriðja flokki af sex. Liðin sem hlupu yfir undankeppnina eru í þremur efstu flokkunum en liðin...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -