- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Myndskeið: Ólafur skaut Zürich í aðra umferð

Ólafur Andrés Guðmundsson skaut svissneska liðinu GC Amicitia Zürich áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. Hann skoraði sigurmarkið sem reið baggamuninn þegar upp var staðið í níu marka sigri á heimavelli, 32:23, á pólska...

Ómar og Gísli byrjuðu titilvörnina á sigri

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg hófu titilvörnina í dag með öruggum sigri á nýliðum ASV Hamm-Westfalen á heimavelli, 31:23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu að vanda...

Óskabyrjun hjá Viktori Gísla með Nantes

Óhætt er að segja að landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hafi fengið draumabyrjun með nýjum samherjum í gær þegar lið hans, Nantes, vann meistarakeppnina í Frakklandi. Viktor Gísli og félagar unnu stórlið PSG með fjögurra marka mun, 37:33, eftir að...
- Auglýsing -

Steinunn besti leikmaður Ragnarsmótsins

Landsliðskonan og leikmaður Fram, Steinunn Björnsdóttir, var valin besti leikmaður Ragnarsmótsins í handknattleik sem lauk á Selfossi í gær. Eins og kom fram á handbolta.is í gær þá unnu Steinunn og samherjar öruggan sigur í öllum þremur leikjum mótsins...

Molakaffi: Skarphéðinn, Dagur, Orri, Aron, Hansen, Arnór, Ýmir, Arnar

Skarphéðinn Ívar Einarsson og Dagur Árni Heimisson hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við handknattleiksdeild KA. Skarphéðinn er ný orðinn 17 ára og kom inn í meistaraflokkslið KA á síðustu leiktíð. Hann var í U18 ára landsliðinu sem...

Tryggvi og samherjar flugu áfram

Tryggvi Þórisson og samherjar í sænska liðinu IK Sävehof er komnir áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir að hafa lagt rúmenska liðið Potaissa Turda öðru sinn í 1. umferð undankeppninnar í dag, 34:30, í Turda. Sävehof...
- Auglýsing -

Oddur lék als oddi

Akureyringurinn Oddur Gretarsson átti stórleik í kvöld og skoraði 10 mörk þegar lið hans, Balingen-Weilstetten vann Ludwigshafen með eins marks mun í hörkuleik í 1. umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í kvöld, 34:33. Leikið var á heimavelli Ludwigshafen....

Öruggur Valssigur annað árið í röð

Þrefaldir meistarar síðasta keppnistímabils, Valur, mæta sterkir til leiks á nýju keppnistímabili ef marka má frammistöðu þeirra gegn KA í meistarakeppni HSÍ í Origohöllinni í dag. Valsmenn voru talsvert sterkari en KA-menn frá upphafi til enda og unnu með...

Fram vann alla á Ragnarsmótinu

Fram vann stórsigur á Selfossi í síðasta leik Ragnarsmóts kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í dag, 37:22, og vann þar með mótið. Fram hafði betur í öllum þremur leikjum sínum í mótinu þrátt fyrir að vera ekki...
- Auglýsing -

Sjö marka sigur ÍBV í Sethöllinni

ÍBV vann Stjörnuna í uppgjöri um þriðja sætið á Ragnarsmóti kvenna í handknatteik í Sethöllinni á Selfossi í dag, 26:19. ÍBV var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:9. Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Eyjaliðið svaraði með fjórum...

Dagskráin: KA sækir heim þrefalda meistara síðasta tímabils

Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Vals og KA mætast í meistarakeppni karla í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16. Viðureignin í meistarakeppninni markar upphaf Íslandsmótsins hvert ár en þá leiða saman hesta sína...

Má æfa með strákunum eftir helgi – Allt á réttri leið hjá Elvari Erni

„Ástandið er bara nokkuð gott. Upp á síðkastið hef ég jafnt og þétt aukið álagið og í næstu viku má ég vonandi byrja að æfa með strákunum. Ég er orðinn nokkuð leiður á að æfa einn út í horni...
- Auglýsing -

Molakaffi: Hafþór Már, Sveinn Andri, Bjarki Már, Bjarni Ófeigur

Hafþór Már Vignisson skoraði eitt mark þegar lið hans Empor Rostock steinlá í heimsókn til Tusem Essen, 26:15, í fyrstu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Sveinn Andri Sveinsson var í leikmannahópi Empor Rostock en kom lítið...

Fjórir Íslendingar eru á topp 100 listanum

Fréttamiðillinn Handball-Planet tekur árlega saman lista yfir 100 verðmætustu eða áhugaverðustu félagaskiptin á leikmannamarkaði handknattleikskarla í Evrópu. Að vanda svikust starfsmenn fréttamiðilsins ekki um að taka saman lista vegna tímabilsins sem er að hefjast. Var hann birtur í morgun....

Hörður hefur samið við brasilískan markvörð

Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við 21 árs gamlan brasilískan markvörð, Emannuel Augusto Evangelista. Standa vonir til þess að Brasilíumaðurinn verði klár í slaginn í Olísdeildinni þegar Hörður sækir Íslands- og bikarmeistara Vals heim...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -