Svo virðist sem áhyggjur af meintum meiðslum Gísla Þorgeirs Kristjánssonar hafi sem betur fer verið óþarfar. SC Magdeburg segir í tilkynningu sem gefin var út eftir hádegið í dag að Gísli Þorgeir hafi verið gefið grænt ljós til æfinga...
Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga á milli hjá Íslandsmeisturum Fram í handknattleik kvenna. Í gær var greint frá að samningur hafi náðst við Tamara Jovicevic frá Svartfjallalandi. Í dag tilkynnir Fram um komu finnsku skyttunnar...
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir fyrsta heimsmeistaramótinu í hjólastólahandbolta frá 22. til 25. september í Kaíró í Egyptalandi. Um verður að ræða blönduð lið karla og kvenna. Landslið sex þjóða taka þátt í mótinu.
Keppnisliðin eru frá Hollandi, Slóveníu, Brasilíu,...
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg meiddist á hægra hné í viðureign Magdeburg og Göppingen á sunnudaginn. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.
Gísli Þorgeir gekkst undir læknisskoðun í gær eftir því sem segir í...
Á sama tíma og Færeyingar hefja framkvæmdir samkvæmt áætlun við byggingu þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir hefur verið áformum um byggingu þjóðarhallar verið seinkað hér á landi. Stundarfjórðungi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var undirrituð yfirlýsing um byggingu þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í...
Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen varð á síðasta fimmtudag fjórði handknattleiksmaðurinn til þess að skora 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Hansen náði áfanganum í sigurleik Aalborg Håndbold á Celje Lasko í fyrstu umferð keppninnar og í fyrsta Evrópuleik sínum fyrir...
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna hafa valið fjölmennan hóp leikmanna til æfinga frá 28. september til 2. október 2022. Uppistaða hópsins eru leikmenn sem voru í U18 ára landsliðinu sem hafnaði í...
Íslandsmeisturum Fram hefur borist liðsauki. Svartfellska hægri handar skyttan, Tamara Jovicevic, hefur samið við félagið um að leika með kvennaliði félagsins. Jovicevic er 23 ára gömul og hefur leikið í Frakklandi, Spáni og nú síðast í Tékklandi auk heimalandsins.
Í...
Kvennalið ÍBV og KA/Þórs leika á heimavelli í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í næsta mánuði. Þriðja íslenska liðið sem tekur þátt í keppninni, bikarmeistarar Vals, ætla hinsvegar að láta slag standa og leika báðar viðreignir sínar í bænum...
Darri Aronsson handknattleikmaður hjá franska 1. deildarliðinu US Ivry er er farinn að sjá fyrir endann á erfiðum vikum vegna meiðsla. Hann er vongóður um að geta leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir miðjan næsta mánuð. Darri ristarbrotnaði...
Síðari leikjum í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla lauk um helgina. Þar með liggur fyrir að leið KA-manna liggur til Austurríkis í annarri umferð þegar þeir mæta til leiks. Andstæðingur KA verður HC Fivers frá Vínarborg.
HC Fivers vann...
Sveinn Andri Sveinsson skoraði fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar í liði Empor Rostock í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Dessau-Roßlauer HV 06, 31:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Hafþór Már Vignisson skoraði þrjú mörk fyrir...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Kolstad vann Fjellhammer með tíu marka mun, 35:25, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Kolstad er eitt þriggja liða sem unnið hafa þrjá fyrstu leiki sína...
Íslandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna hafa orðið frekari blóðtöku. Línukonan efnilega Jónína Hlín Hansdóttir hefur ákveðið að söðla um og halda til náms í dýralækningum í Košice í Slóvakíu í vetur. Sagt er frá þessu á Faceobooksíðu Fram handbolta...
Önnur umferðin í Meistaradeild kvenna fór fram um helgina. Tveir leikir voru á dagskrá í gær þar sem Axel Stefánsson og hans lið, Storhamar, gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, 37-13, gegn Lokomotiva Zagreb. Í hinum leik gærdagsins...