Fréttir

- Auglýsing -

Kablouti mun vera á leiðinni frá Aftureldingu

Fransk/túníski handknattleiksmaðurin Hamza Kablouti leikur ekki fleiri leiki með Aftureldingu á þessu ári samkvæmt heimildum handbolta.is. Yfirgnæfandi líkur eru á að hann verði lánaður til Víkings. Vonir standa til þess að lánasamningur milli félaganna liggi fyrir í dag eða...

Molakaffi: Donni, Orri, Ágúst, Felix, Arnar, Bjartur, Elías, Katrín, Halldór, Hilmar, Aðalsteinn

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar hans í PAUC unnu Montpellier 29:28, í æsispennandi leik í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær en leikið var í Montpellier. Donni skoraði þrjú mörk í sex skotum. Ólafur Andrés Guðmundsson var...

Annar sigur Selfoss í röð

Selfoss vann annan leik sinn í röð í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Víkinga, 32:18, í upphafsleik 8. umferðar í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9, og hefur...
- Auglýsing -

ÍR hefur lagt inn kæru vegna rangrar skýrslugerðar

Handknattleiksdeild ÍR geinir frá því á Facebook í kvöld að hún hafi í dag kært framkvæmd leiks ÍR og Harðar í Grill66-deild karla sem fram fór í Austurbergi í gær. Ástæða kærunnar er röng skýrslugerð fyrir leikinn, eftir því...

Fanney Þóra innsiglaði annað stigið

Fanney Þóra Þórsdóttir tryggði FH annað stigið í viðureign efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Hún jafnaði metin, 28:28, úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Áður hafði Roberta Strope brotið á sóknarmanni FH...

Framarar komnir í hóp þeirra efstu

Ungmennalið Fram færðist skrefi ofar efstu liðum deildarinnar í með öruggum sigri á Fjölni/Fylki, 30:20, í Framhúsinu í 7. umferð Grill66-deildar kvenna. Um var að ræða einstefnu frá upphafi til enda. Forskot Fram-liðsins var fimm mörk að loknum fyrri...
- Auglýsing -

Kærkominn sigur hjá Daníel Þór

Daníel Þór Ingason og samherjar í Balingen-Weilstetten sýndu hvað í þeim býr í dag er þeir unnu góðan sigur á Bergischer HC í þýsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli, 30:28. Eftir fremur erfiðar vikur þá var sigurinn í...

HK hafði betur í grannaslag

Ungmennalið HK hrósaði sigri öðru sinni á þessari leiktíð í Grill66-deild kvenna í handknattleik í dag er liðið lagði ungmennalið Stjörnunnar, 26:19, í Kórnum í Kópavogi í upphafsleik 7. umferðar. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11, en svo virðist...

Ömurleg vonbrigði – slakasta dómgæsla á ferlinum

„Það eru ömurleg vonbrigði að tapa fyrir liði sem við töldum okkur eiga að vinna á heimavelli,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR í samtali við handbolta.is í gær eftir að ÍR tapaði fyrir Herði frá Ísafirði í uppgjöri...
- Auglýsing -

Spenna í Búdapest – Toft fór á kostum

Sjöunda umferðin í Meistaradeild kvenna hófst í gær með fjórum leikjum, þremur í A-riðli og einum í B-riðli. FTC tók á móti CSM Búkaresti á heimavelli sínum þar sem að heimaliðið var með frumkvæðið lengst af en gestirnir náðu...

Segir Ómar Inga vera þann besta

„Að mínu áliti er Ómar Ingi Magnússon besti leikmaður deildarinnar,“ sagði hinn þekkti þýski handknattleiksmaður Stefan Kretzschmar í sjónvarpsviðtali fyrir viðureign SC Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í gær. Kretzschmar vinnur hjá Berlínarliðinu en hefur á...

FH-ingar slá upp handboltanámskeiði á starfsdegi skóla

Fátt er hollara og betra fyrir börn og en að drífa sig á handboltanámskeið þegar kennsla fellur niður í skóla og lítið við að vera í skammdeginu. Þetta vita FH-ingar og þess vegna hafa þeir slegið upp handboltanámskeiði í...
- Auglýsing -

Dagskráin: Fjörið verður á Selfossi

Áttunda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með einni viðureign sem fram fer í Sethöllinni á Selfoss þegar Víkingar sækja heimamenn í Selfossi heim. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Til stóð að tveir leikir til viðbótar...

Molakaffi: Sandra, Arnar Birkir, Sveinbjörn, Anton, Aron, Haukur, Hannes Jón

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg unnu stórsigur á Rødovre HK á heimavelli í gær í 1. deildinni í Danmörku, 41:25. Álaborgarliðið var níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9. Sandra skoraði tvö mörk í leiknum en hún...

ÍBV setti strik í reikning ÍR-inga

Ungmennalið ÍBV setti strik í reikninginn hjá ÍR í toppbaráttunni í Grill66-deild kvenna í dag þegar það gerði sér lítið fyrir og lagði ÍR-inga örugglega, 33:29, í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Þetta...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -