Ungmennalið ÍBV beit hressilega frá sér þegar það mætti ungmennaliði Vals í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í gærkvöld. Unglingalandsliðskonan Þóra Björg Stefánsdóttir fór á kostum í liði ÍBV. Hún skoraði 12 mörk í átta marka sigri, 34:26.ÍBV-liðið...
Línumaðurinn Svala Júlía Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram. Svala Júlía hefur verið burðarás í Fram U liðinu í Grill66-deild kvenna undanfarin ár og hefur hlutverk hennar stækkað á yfirstandandi keppnistímabili. Elín Freyja Eggertsdóttir tók í...
FH komst á ný upp að hlið ÍR í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik með sigri á Gróttu, 29:23, í Kaplakrika í kvöld í nokkuð kaflaskiptum leik. FH hefur þar með 29 stig en á einn leik eftir...
Einn leikur fer fram í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Leikmenn Gróttu sækja FH-inga heim í 20. umferð deildarinnar í Kaplakrika kl. 19.30. Um er að ræða næst síðasta leik FH-liðsins í deildinni en Grótta á þrjár viðureignir eftir að...
ÍR og Selfoss unnu viðureignir sínar á útivelli í kvöld í Grill66-deild kvenna. Er nú svo komið að aðeins er eins stigs munur á liðunum í tveimur efstu sætunum. ÍR er með 29 stig og er stigi á undan...
Ungmennalið Vals vann Fjölni/Fylki með þriggja marka mun, 27:24, í Grill66-deild kvenna í handknatteik í Dalhúsum í kvöld. Valsliðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.Svo er að sjá samkvæmt leikskýrslu að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafi reimað...
HK fór með fjögur stig frá Vestmannaeyjum í gærkvöld eftir tvær viðureignir við ÍBV. Eins og kom fram á handbolti.is í gærkvöld þá vann HK leik liðanna í Olísdeild kvenna. Ungmennalið HK fylgdi sigrinum eftir og lagði ungmennalið ÍBV,...
Portúgalski landsliðsmaðurinn André Gomes leikur ekki með Melsungen næstu vikur. Hann handarbrotnaði í fyrri leik Portúgals og Sviss í 1. umferð undankeppni HM á síðasta fimmtudag. Hann verður örugglega ekki með portúgalska liðinu þegar það mætir hollenska landsliðinu í umspilsleikjum...
Signý Pála Pálsdóttir markvörður tryggði ungmennaliði Vals bæði stigin í viðureigninni við ungmennalið Fram í Grill66-deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Signý Pála gerði sér lítið fyrir og varði vítakast undir lok leiksins. Hindraði hún þar með að Fram...
Selfoss færðist í kvöld skrefi nær tveimur efstu liðum Grill66-deildar kvenna þegar liðið vann ungmennalið Stjörnunnar, 32:25, í Sethöllinni á Selfossi. Selfossliðið er með 26 stig og er stigi á eftir FH og ÍR sem eru í tveimur efstu...
Ungmennalið HK tók Víkinga í kennslustund í viðureign liðanna í Grill66-deild kvenna í Kórnum í dag. Fimmtán mörkum munaði á liðunum þegar upp var staðið, 33:18. Nánast var eitt lið á vellinum í síðari hálfleik, slíkir voru yfirburðir HK-liðsins....
ÍR hafði betur gegn FH í rimmu tveggja efstu liða Grill66-deildar kvenna í handknattleik í Austurbergi í gærkvödld, 25:23, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.ÍR-ingar eru þar með komnir upp að hlið FH, hvort lið...
Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk þegar lið hennar, Skanderborg Håndbold, tapaði með 18 marka mun, 36:17, fyrir Herning-Ikast á heimavelli síðarnefnda liðsins í gærkvöld. Skanderborg Håndbold á einn leik eftir í dönsku úrvalsdeildinni og er fyrir hann í 12....
Grótta krækti í tvö stig í kvöld þegar hún vann ungmennalið ÍBV með sex marka mun, 26:20, í Hertzhöllinni í viðureign liðanna í Grill66-deild kvenna. Þetta var annar leikur ungmennaliðs ÍBV á þremur dögum en stíf dagskrá er um...
Áfram verður leikið í Olísdeild kvenna í kvöld. Efsta lið deildarinnar, Fram, tekur á móti HK sem er í næst neðsta sæti. Nýr þjálfari hefur tekið við HK-liðinu frá því að það lék síðast í deildinni. Arnar Gunnarsson var...