Undanúrslit Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í kvöld. Deildar- og bikarmeistarar Vals taka á móti ÍBV á Hlíðarenda klukkan 18. Fljótlega eftir að flautað verður til leiksloka í N1-höll Valsara taka leikmenn Fram og Hauka við keflinu á heimavelli...
„Við gerðum alltof marga tæknifeila, alls 13 í síðari hálfleik. Það er bara alltof dýrt,“ sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari Gróttu eftir fjögurra mark tap fyrir Aftureldingu, 28:24, í fyrsta leiknum í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna að Varmá í...
Afturelding tók forystu í umspilskeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með sanngjörnum fjögurra marka sigri á Gróttu, 28:24, að Varmá. Mosfellingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Næsta viðureign liðanna verður í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn klukkan...
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur á síðustu vikum skrifað undir nýja samninga við nokkra leikmenn liðsins. Fjölnir leikur í Grill 66-deild kvenna á næsta keppnistímabili eins og á nýliðnum vetri.Þyri Erla Sigurðardóttir markvörður sem er uppalin hjá félaginu. Hún hefur verið...
Umspil Olísdeildar kvenna hefst í kvöld í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Afturelding tekur á móti Gróttu. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki í umspilinu fær þátttökurétt í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili.Afturelding...
https://www.youtube.com/watch?v=6IOPPwc98j8„Það er erfitt að vera í eltingaleik, jafna metin og missa þá svo alltaf framúr aftur eftir að við náum að jafna metin. Í þetta fer orka,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is eftir tap...
https://www.youtube.com/watch?v=R07nAT7KMYY„Það var sterkt hjá okkur að klára þetta og gildir þá einu hversu mikill munurinn er þegar upp er staðið. Sigurinn er jafn mikilvægur,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis eftir að lið hans vann fyrsta leikinn í umspili Olísdeildar...
Fjölnir vann fyrstu viðureignina við Þór, 30:26, í kapphlaupi liðanna um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð, 30:26, í Fjölnishöllinni í kvöld. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hrein úrslit. Brynjar Hólm Grétarsson jafnaði metin fyrir...
Umspilskeppni um sæti í Olísdeild karla hefst í kvöld þegar Þórsarar sækja Fjölnismenn heim í Fjölnishöllina í Grafarvogi. Eftir því sem næst verður komist verður ekki tvínónað við að flauta til leiks klukkan 18.Alls geta leikir liðanna orðið fimm...
Sebastian Popovic Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta til næstu tveggja ára. Hann tekur við af Jóni Brynjari Björnssyni sem þjálfað hefur liðið undanfarin tvö ár. Fram kemur í tilkynningu Víkings í kvöld að Sebastian sé...
Amelía Laufey G. Miljevic hefur framlengt samning sinn við handknattleikslið HK. Amelía lék stórt hlutverk í vetur í ungu liði HK. Hún spilaði alla 18 leiki liðsins í Grill 66 deildinni og skoraði í þeim 46 mörk.„Amelía er öflug...
„Miðað við umræðuna þá vorum við þeir einu sem höfðum trú á að við gætum unnið Hörð í undanúrslitum og komist áfram í úrslitin gegn Fjölni,“ sagði Kristinn Björgúlfsson í samtali við handbolta.is í morgun. Kristinn er aðstoðarmaður Halldórs...
Þór vann Hörð á Ísafirði í kvöld í oddaleik í undanúrslitum í Olísdeildar karla í handknattleik, 24:22. Leikmenn Harðar sitja þar með eftir með sárt ennið en Þórsarar mæta Fjölnismönnum í einvígi um sæti í Olísdeild karla á næstu...
Oddaleikur í undanúrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik verður háður á Ísafirði í kvöld þegar Hörður og Þór eigast við. Hörður vann heimaleikinn á síðasta þriðjudag, 28:25. Þórsarar svöruðu fyrir sig með fimm marka sigri í Höllinni á Akureyri...
Afturelding og Grótta leika til úrslita í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik. Afturelding lagði FH í annað sinn í undanúrslitum í dag, 35:28, í Kaplakrika. Á sama tíma marði Gróttu sigur á Víkingi í Safamýri, 28:27. Afturelding og Grótta...