Að loknum æfingum og að vandlega íhuguðu máli hafa Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik valið keppnishóp fyrir verkefni sumarsins þar sem hæst ber þátttaka á heimsmeistaramótinu í Króatíu frá 2. til 13....
Danski blaðamaðurinn Oliver Preben Jørgensen hefur eftir Kasper Jørgensen framkvæmdastjóra danska meistaraliðsins GOG að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals um starf þjálfara GOG. Félagið skyggnist eftir þjálfara sem gæti tekið við þjálfun liðs GOG í...
Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar 21 árs landsliðs karla hafa valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum við Færeyinga 3. og 4. júní á Íslandi. Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir...
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna, hafa valið leikmenn til undirbúnings og síðar þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í Pitesti og Mioveni í Rúmeníu frá 6. til 16. júlí. Sextán leikmenn eru...
U17 ára landslið karla í handknattleik mun standa í ströngu í sumar. Framundan er þátttaka í tveimur alþjóðlegum mótum. Fyrra mótið verður Opna Evrópumótið sem fram fer í Partille í Svíþjóð frá 3. til 7. júlí, samhliða hinu sívinsæla...
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafa valið hóp stúlkna til æfinga hjá U16 ára landsliðinu helgina 26. – 28. maí. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar verða kynntir á Sportabler á næstu dögum.Nánari upplýsingar veita...
Þriðja stórmótið í röð dróst íslenska landsliðið í riðil með Ungverjum þegar dregið var í riðla Evrópumóts karla í handknattleik í Düsseldorf í dag. Ísland verður í sannkölluðum austur-Evrópuriðli á mótinu því auk Ungverja verða Serbar og Svartfellingar andstæðingar...
Í dag verður dregið í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik karla sem fram fer í janúar á næsta ári í Þýskalandi. Athöfnin fer fram á MERKUR Spiel-Arena í Düsseldorf og hefst klukkan 15.45. Eins og kom fram á dögunum...
Umsvif Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári, hvort sem litið er til veltu eða í umfangi landsliðanna. Það kom skýrt fram í ársskýrslu HSÍ sem lögð var fram á ársþingi sambandsins 30. apríl.Sex landslið...
Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson hafa valið hóp til æfinga í byrjun júní og til leikja við færeyska landsliðið 10. og 11. júní. Æfingarnar og leikirnir tveir eru til undirbúnings vegna þátttöku U17 ára landsliðsins í lokakeppni...
Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson þjálfarar U15 ára landsliðs kvenna hafa valið æfingahóp sem kemur saman til æfinga 2. júní og leika tvo vináttuleiki við jafnaldra sína frá Færeyjum 10. og 11. júní. Æfingatímar koma inn á Sportabler...
Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið fjölmennan hóp leikmanna sem skal koma saman til æfinga frá 19. til 21. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.Fljótlega eftir æfingarnar verður valinn...
Fréttatilkynning frá HSÍ og HRHSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa, KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA - KARLALANDSLIÐUmsóknarfrestur er til 15. maí nk.Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af...
Ekkert verður af því að Christian Berge verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik karla en talsverðar vangaveltur hafa verið um það víða síðustu daga og vikur. Reyndar bárust af því fregnir fyrir síðustu helgi að Berge væri ekki...
Litríkir áhorfendur á öllum aldri fylltu Laugardalshöll á sunnudaginn þegar íslenska landsliðið lék sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla og vann landslið Eistlands, 30:23. Hvert sæti var skipað í Laugardalshöllinni, ríflega 2.200 manns. Færri komust að...