Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn. Þessa stundina eru þeir á leið frá Kosice til Bratislava í Slóvakíu en fyrir dyrum stendur að þeir dæmi leiki í borginni annað hvort...
Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar komu sér fyrir í Klaka stúdíóinu sínu í kvöld og tóku upp sinn 27. þátt. Stjórnendur þáttarins að þessu sinni voru Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson.
Þeir félagar krufðu leik Íslands og Portúgals til mergjar...
Íslenska landsliðið hóf keppni á EM í handknattleik karla í Búdapest í kvöld af miklum krafti með góðum sigri á landsliði Portúgals, 28:24, MVM Dome í Búdapest.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var með vakandi auga á leiknum frá upphafi til enda...
„Stórkostleg byrjun,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við handbolta.is í kvöld eftir fjögurra marka sannfærandi sigur íslenska landsliðsins í handknattleik á Portúgal, 28:24, í fyrsta leik liðanna á EM í Búdapest í kvöld.
Gísli Þorgeir fór hamförum í sóknarleiknum....
„Við keyrðum hressilega á þá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær, markvarslan góð og sóknarleikurinn léttur og leikandi þar sem við fengum færi í hverri sókn,“ sagði Elvar Örn Jónsson hress í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli...
Íslenska landsliðið fór afar vel af stað á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á Portúgal, 28:24, eftir að hafa verið mest sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10.
Næsti leikur verður á móti Hollendingum á...
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur tilkynnt hvaða 16 leikmönnum hann teflir fram í leiknum við Portúgal á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst í MVM Dome í Búdapest klukkan 19.30.
Fjórir leikmenn af 20 sem eru í landsliðshópnum...
Rífandi stuð og stemning var á meðal fjölmargra stuðningsmanna íslenska landsliðsins í handknattleik karla sem komu saman snemma dags á veitingastaðnum Champs í Búdapest. Þar hófst upphitun fyrir stórleik kvöldsins, viðureign Íslands og Portúgal, á EM sem hefst klukkan...
Aron Pálmarsson er sá leikmaður íslenska landsliðsins í dag sem hefur skorað flest mörk í lokakeppni Evrópmótsins. Hann tekur nú þátt í EM í sjöunda sinn og hefur alls skorað 111 mörk í 33 leikjum, jafn mörg mörk og...
„Við höfum beðið í heilt ár eftir að standa okkur betur en við gerðum á síðasta stórmóti. Nú er stundin að renna upp og fyrsti leikur á EM er innan seilingar. Við viljum bæta fyrir síðasta mót og erum...
Upphitunarpartý HSÍ og Sérsveitarinnar, stuðningssveitar fyrir íslensku handboltalandsliðin, fer fram á Champs sportbar í Búdapest í dag og hefst klukkan 15.
Staðsetning barsins er að finna ef smellt er á hlekkinn:
https://goo.gl/maps/1yMYVceaZLtneA8v5
Barinn verður með góð tilboð í mat og drykk fyrir...
26.þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í kvöld. Þetta var janframt 100. þátturinn hjá þeim félögum. Að þessu sinni voru það Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson sem settust í Klaka stúdíóið.
Að þessu sinni fóru þeir yfir...
„Við bíðum með eftirvæntingu eftir að geta klætt okkur í búninginn og hefja mótið eftir góðan undirbúning við ýmsar aðstæður. Nú er bara að taka á því inni á leikvellinum,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik í samtali...
„Í ljósi aðstæðna í heiminum um þessar mundir þá gerðum við okkur vonir um að búa í meiri búbblu en raun ber vitni um,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands þegar handbolti.is spurði hann út í aðstæður á...
„Við hlökkum til að byrja eftir góðan undirbúning. Ég er viss um að við erum klárir í slaginn,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik og nýbakaður íþróttamaður ársins þegar handbolti.is hitti hann stuttlega að máli áður en íslenska...