Íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru að vanda aðsópsmiklir í kvöld þegar lið þeirra, Kolstad, vann sinn 12. leik í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kolstad lagði liðsmenn Bækkelaget, 31:23, á heimavelli eftir að hafa verið...
Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknatteik og leikmaður Kielce í Póllandi meiddist í hné undir lok fyrri hálfleiks í viðureign Łomża Industria Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild karla sem stendur yfir í Ungverjaland. Óstaðfestar fregnir herma að meiðslin geti...
Oddur Gretarsson er í liði 14. umferðar í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Þetta er í þriðja sinn sem Oddur er í liði umferðinnar á leiktíðinni. Hann lék einu sinni sem oftar afar vel þegar Balingen-Weilstetten gerði jafntefli, 26:26,...
Victor Máni Matthíasson skoraði tvisvar sinnum fyri StÍF í naumu tapi, 31:30, fyrir VÍF í keppnishöllinni í Vestmanna á sunnudagskvöldið þegar liðin mættust í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik. Egill Már Hjartarson skoraði ekki fyrir StÍF-liðið í leiknum. StÍF var...
„Það er allt jákvætt eins og móðins er að taka til orða í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari þýska 1. deildarliðsins Leipzig í samtali við handbolta.is en gengi liðsins hefur tekið pólskiptum eftir að Rúnar tók við þjálfun þess...
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes og íslenska landsliðsins meiddist á ný á olnboga í leik með Nantes í gær þegar liðið mætti Sélestat í frönsku 1. deildinni í handknattleik.„Ég fékk mjög slæmt högg og er aumur í dag....
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 12 skot, 48%, þann tíma sem hann stóð á milli stanganna í marki Nantes í gær í sjö marka sigri á Sélestat í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær, 31:24. Grétar Ari Guðjónsson varði...
Viggó Kristjánsson fór á kostum í dag og skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu í fimmta sigurleik Leipzig í röð eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins fyrir örfáum vikum. Viggó skoraði níu mörk og átti sex stoðsendingar í...
Vilmar Þór Bjarnason var annar vallaþulurinn á leik ÍBV og Madeira Anderbol í 3. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á Madeira í gær. Vilmar Þór er með Eyjaliðinu í för og því þótti gráupplagt til þess að fá hann...
Andrea Jacobsen og félagar í EH Aalborg halda áfram að sitja í efsta sæti næst efstu deildar danska handknattleiksins eftir níunda sigurinn í 10 leikjum í dag. EH vann Hadsten Håndbold, 25:19, í dag eftir að hafa verið sex...
Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og miðjumaður þýska 1. deildarliðsins TuS Metzingen á eitt af mörkum vikunnar í samantekt þýsku sjónvarpsstöðvarinnar Sportdeutschland.TV sem sýnir frá leikjum í efstu tveimur deildum kvenna í Þýskalandi og einnig frá viðureignum í 2....
Skjern vann Fredericia Håndboldklub með átta mark mun á heimavelli sínum, 37:29, í 16. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær og er þar með áfram í fimmta sæti með 21 stig eftir 16 leiki. Sveinn Jóhannsson kom lítið sem ekkert...
Tumi Steinn Rúnarsson lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með HSC Coburg í þýsku 2. deildinni í kvöld og fór svo sannarlega vel af stað. Hann skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Coburg vann á heimavelli...
Eins árs samningur þýska stórliðsins THW Kiel við franska landsliðsmarkvörðinn Vincent Gérard virðist síst hafa dregið úr vangaveltum og vonum stuðningsmanna liðsins um að Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og HBC Nantes komi til THW Kiel. Og það...
Íslenskir landsliðsmenn hafa farið á kostum í leikjum með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik síðustu daga. Er þá síst of djúpt í árinni tekið þegar litið er til framgöngu Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar, Hauks Þrastarsonar,...