Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk í dag fyrir Elverum þegar liðið vann Sandnes með átta marka mun á heimavelli í dag, 30:22, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Með sigrinum komst Elverum upp í þriðja sæti deildarinnar, alltént að...
Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik og stöllur hennar í EH Aalborg komust í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar (næst efsta deild) í kvöld með eins marks sigri á Bertu Rut Harðardóttur og samherjum í Holstebro, 26:25, þegar leikið var...
Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson og fyrrverandi leikmaður Hauka fer í aðgerð í París á föstudaginn þar sem settir verða naglar í aðra ristina. Darri ristarbrotnaði um miðjan júlí og hefur alls ekki jafnað sig ennþá þrátt fyrir að hafa síðan...
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans, Flensburg, vann Erlangen, 31:29, í Flens-Arena í gærkvöld. Flensburg færðist upp í þriðja sæti deildarinnar við þennan sigur með 17 stig eftir 12 leiki. Kiel er...
Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg Håndbold á heimavelli í dag vegna veikinda þegar liðið vann nauman sigur á Ribe-Esbjerg, 29:28, í 12. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Eins og lokatölurnar benda til var viðureignin hnífjöfn og æsilega spennandi....
Ingibjörg Ösp Axelsdóttir hefur verið valin til æfinga með U16 ára landsliði Noregs í handknattleik sem kemur saman til æfinga 17. -20. nóvember. Fyrr í mánuðinum voru valdir tveir hópar með ríflega 20 stúlkum í hvorum og er Ingibjörg...
Balingen-Weilstetten, sem Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með, tapaði í kvöld sínu fyrsta stigi í þýsku 2. deildinni þegar liðið gerði jafntefli í heimsókn til Dessau-Roßlauer HV í Anhalt-Arena, 28:28. Eftir að hafa unnið marga háspennuleiki á...
Íslenskir bræður Birkir Smári Birgisson og Hlini Snær Birgisson hafa verið valdir til æfinga með U16 ára ára landsliði Noregs í handknattleik. Hópurinn kemur saman til æfinga frá 17. til 20. nóvember í Ski, eftir því sem fram kemur...
Thelma Dögg Einarsdóttir hefur verið lánuð frá Stjörnunni til FH sem leikur í Grill 66-deildinni. Hún lék sinn fyrsta leik með FH í fyrrakvöld gegn ungmennaliði Vals og skoraði fimm mörk í 28:22 sigri FH-liðsins.
Grétar Ari Guðjónsson varði tvö...
Rúnar Sigtryggsson fagnaði sigri í fyrsta leik sínum við stjórnvölin hjá þýska 1. deildarliðinu Leizpig í kvöld þegar liðið lagði Wetzlar á útivelli, 25:24, með sigurmarki Matej Klima 13 sekúndum fyrir leikslok. Rúnar kom til félagsins í gær og...
Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að fara nánast með himinskautum með svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen. Hann skoraði 13 mörk í kvöld í 16 skotum í 14 marka sigri Kadetten á RTV Basel, 36:22, á heimavelli.
Þrjú marka sinna skoraði Óðinn...
Daninn Magnus Saugstrup tryggði Magdeburg annað stigið á heimavelli í gær þegar Rhein-Neckar Löwen kom í heimsókn, 32:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti enn einn úrvalsleikinn fyrir Magdeburg. Hann skoraði sex mörk og átti...
Íslendingatríóið hjá Ribe-Esbjerg hafði betur í hörkuleik á heimavelli í kvöld þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson mætti með lærisveina sína í Fredericia Håndboldklub í heimsókn á vesturströnd Jótlands, 34:32. Fredericia Håndboldklub var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14. Vopnin virðast...
„Ég hef fundið mig mjög vel og hef fengið mikið að spila sem er plús og það sem ég sóttist eftir þegar ég ákvað að breyta til,“ sagði Akureyringurinn Aldís Ásta Heimisdóttir í stuttu samtali við handbolta.is þegar hún...
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar Aalborg Håndbold vann 10. leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld, 26:23, í heimsókn til Holstebro. Simon Gade markvörður Aalborg átti stórleik, var með 40% hlutfallsmarkvörslu. Arnór Atlason er...