Elías Már Halldórsson stýrði liði sínu, Fredrikstad Bkl., til sigurs á Aker á heimavelli, 34:32, í fimmtu umferð norsku úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í gær. Fredrikstad er með fjögur stig í áttunda sæti deildarinnar.Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir...
Eftir tap í fyrstu umferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á dögunum þá sneru leikmenn Neistans, sem Arnar Gunnarsson leikur með, við blaðinu í dag. Þeir sóttu tvö stig í Skálahöllina gegn leikmönnum StÍF sem voru taplausir fyrir viðureignina. Neistin...
Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu kærkominn sigur eftir misjafnt gengi í upphafsleikjum deildarinnar er þeir lögðu Göppingen, 37:32, á heimavelli eftir að hafa verið yfir sem nemur þremur mörkum að loknum fyrri hálfleik.Ýmir Örn skoraði...
SC Magdeburg, sem Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með, gefur ekkert eftir í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Í dag vann liðið Leipzig á heimavelli í uppafsleik fimmtu umferðar deildarinnar með tveggja marka mun, 30:28....
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handknattleik karla er einn þriggja sem nefndur er til sögunnar sem eftirmaður Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í stóli þjálfara þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen í frétt sem birtist í gær í Hessische Niedersächsische Allgemeine Zeitung,...
Elvar Ásgeirsson og samherjar í Nancy unnu í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku 1. deildinni þegar þeir lögðu liðsmenn Toulouse, 24:22, á útivelli. Nancy sem kom upp í deild þeirra bestu fyrir keppnistímabilið hafði tapað tveimur fyrstu leikjunum...
Norðmaðurinn Sebastian Barthold var í miklum ham þegar meistarar Aalborg Håndbold unnu öruggan sigur á sameinuðu liði Skanderborg Århus, 33:24, á útivelli. Barthold skoraði níu mörk í 11 skotum. Aron Pálmarsson er ennþá frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er...
Haukur Þrastarson er kominn á blað í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik á þessu tímabili. Hann var í fyrsta sinn í dag í leikmannahópi meistaranna í Vive Kielce í deildarleik á þessu keppnistímabili er Kielce mætti Energa MKS Kalisz á...
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson átti stórleik með Gummersbach í gærkvöld þegar liðið vann Dessauer, 35:27, í þýsku 2.deildinni í handknattleik á heimavelli. Hákon Daði skoraði 10 mörk, þar af eitt úr vítakasti og var markahæsti leikmaður liðsins ásamt Janko...
Illa gengur hjá Díönu Dögg Magnúsdóttur og félögum í BSV Sahsen Zwickau að brjóta ísinn og vinna sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik á þessu tímabili. Í gær töpuðu þær fyrir HSG Bensheim/Auerbach, 25:18, á útivelli....
Grétar Ari Guðjónsson stóð nær allan leikinn í marki Nice þegar liðið vann Dijon, 35:29, í frönsku 2. deildinni í handknattleik. Hafnfirðingurinn varði 10 skot, þar af eitt vítakast, sem gerði 29% markvörslu. Nice hefur unnið tvo af fyrstu...
Tveir íslenskir landsliðsmenn í handknattleik eru á óskalista forráðamanna norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad í Þrándheimi en þeir hafa í hyggju að búa til alþjóðlegt stjörnulið leikmanna sem á að komast í hóp allra fremstu röð í Evrópu á næstu árum....
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce þegar liðið vann Veszprém, 32:29, í rífandi góðri stemningu á heimavelli í annarri umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöldi. Fullt hús var í Kielce og drógu stuðningsmenn liðsins...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti góðan leik í marki nýliða Ringköbing í kvöld þegar liðið vann Köbenhavn Håndbold, 28:27, á heimavelli í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þetta var fyrsti sigurinn hjá Elínu Jónu og samherjum...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon sitja áfram með SC Magdeburg í hópi þeirra fjögurra liða sem eru með fullt hús stiga í þýsku 1. deildinni í handknattleik. SC Magdeburg vann stórsigur á Balingen-Weilstetten, 27:18, á útivelli í...