Viggó Kristjánsson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Stuttgart í gærkvöld þegar liðið mætti meisturum THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó skoraði sex mörk, þar af þrjú mörk úr vítaköstum, þegar Kiel komst upp í...
Samherjar Harðar Fannars Sigþórssonar í KÍF frá Kollafirði gerðu góða ferð til Þórshafnar í gær þegar þeir unnu Neistan, 23:22, í lokaumferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Hörður Fannar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Hann tognaði á...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld þegar lið hans PAUC-Aix vann Tremblay með fimm marka mun á heimavelli í níunda sigurleik liðsins í röð í efstu deild franska handboltans, 32:27. PAUC er þar með komið upp í...
Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðsson í Gummersbach gefa ekkert eftir í toppbaráttu í 2. deildar í Þýskalandi. Í kvöld tóku þeir Íslendingaliðið Bietigheim í kennslustund og unnu það með 14 marka mun, 31:17, á heimavelli og treystu um leið stöðu...
Stórkostlegt mark sem Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fyrir Gummersbach gegn Hamburg í kappleik liðanna í þýsku 2. deildinni 15. nóvember var valið það glæsilegasta sem skorað var í þýsku deildunum í handknattleik í nóvembermánuði. Niðurstaða kosningarinnar var kynnt...
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, lét sér ekki nægja að standa vel fyrir sínu á milli stanganna í marki GOG í sigurleiknum, 30:25, á Skjern í dag heldur skoraði hann einnig eitt mark. Sigurinn tryggði GOG áframhaldandi örugga forystu í...
Aðra helgina í röð fengu Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg slæman skell í dönsku B-deildinni í handknattleik. Í þetta skiptið á heimavelli þegar lið SönderjyskE kom í heimsókn. Aftur bilaði varnarleikur og markvarsla hjá Álaborgarliðinu sem...
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona þegar liðið vann sinn sautjánda sigur í spænsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Barcelona sótti þá Bidasoa Iruna heim til Baskalands en um var að ræða frestaðan leik úr 9. umferð....
Ljumomir Vranjes, þjálfari sænska handknattleiksliðsins IFK Kristianstad var látinn taka pokann sinn í morgun. Félagið tilkynnti uppsögnina í morgun. Vranjes tók við þjálfun IFK snemma árs 2019 og undir hans stjórn var liðið deildarmeistari á síðustu leiktíð.Með Kristianstad...
Grétar Ari Guðjónsson fór sannarlega hamförum í marki franska liðsins Nice í kvöld þegar það vann Billere, 28:22, á útivelli í B-deildinni í kvöld. Hann varði 17 skot og var með 45% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Nice var...
Óskar Ólafsson var hetja Drammen-liðsins í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þegar það sótti FyllingenBergen heim í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 33:32. Sigurmarkið skoraði Óskar þegar 55 sekúndur voru til leiksloka eftir sendingu frá hinum hálf...
Eftir fimm sigurleiki í röð þá máttu Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Holstebro bíta í það súra epli að tapa í gærkvöld fyrir Skanderborg, 30:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikið var í Skanderborg. Holstebro er eftir sem...
Það hafa skipst á skin og skúrir hjá Íslendingaliðinu IFK Kristianstad síðustu vikur eftir að hagstæð úrslit í fyrstu leikjunum í sænsku úrvalsdeildinni í haust. Í kvöld tapaði Kristianstad fyrir Skövde, sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson gekk til liðs við...
Enn vænkast hagur úkraínska meistaraliðsins Motor Zaporozhye í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, er markvarðaþjálfari liðsins og Gintaras Savukynas, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og fleiri liða er þjálfari. Motor vann í kvöld PPD Zagreb á heimavelli,...
Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Lemgo vann mikilvægan sigur á Wetzlar á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27, en þetta var annar leikur Bjarka Más og samherja á þremur dögum.Bjarki Már skoraði átta mörk og...