Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, leikmenn liðsins og starfsmenn eru komnir í tíu daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum í hópnum að lokinni ferð liðsins til Norður-Makedóníu í síðustu viku þar sem Kadetten lék við...
Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson, sem leikur með þýska liðinu EHV Aue, var einn leikmanna liðsins sem fékk kórónuveiruna fyrir meira en mánuði. Þetta staðfestir hann við vefmiðilinn akureyri.net í dag. Sveinbjörn hefur jafnað sig og segist vera orðinn eldhress.Aftur kom...
„Í fyrsta sinn á stórmóti síðan á HM 2017 sjáum við fram á að hafa nær alla okkar bestu leikmenn tilbúna í verkefnið,“ sagði Þórir Heirgeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í samtali við handbolta.is. Þótt enn hafi ekki verið staðfest...
Rúnar Kárason er í þriðja sinn í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik þegar 13. umferðin var gerð upp eftir leiki helgarinnar. Þetta er í annað sinn í röð sem Rúnar er í liðinu og þriðja sinn alls...
Hörður Fannar Sigþórsson og félagar í KÍF frá Kollafirði unnu STíF frá Skálum, 29:25, á heimavelli í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. KÍF hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. þremur mörkum yfir í...
Kristján Örn Kristjánsson og félagar í PAUC, Aix, unnu nauman sigur á Cesson Rennes á útivelli í frönsku 1. deildinni í kvöld, 24:23, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Þetta var fyrsti leikur PAUC í...
Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen færðust upp í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með sigri á Wetzlar á heimavelli, 33:30. Á sama tíma tókst Bjark Má Elíssyni og hans samherjum í Lemgo að tryggja sér...
Elverum og spútnik-liðið Nærbø mætast í úrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla. Það varð ljóst eftir að Elverum lagði Íslendingaliðið Drammen, 30:28, í undanúrslitaleik í dag í Terningen Arena, heimavelli sínum í hörkuleik. Elverum er ríkjandi bikarmeistari en...
Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði þriðjung marka Volda þegar liðið gerði jafntefli, 21:21, við Levanger í norsku B-deildinni í handknattleik í dag en leikið var á heimavelli Levanger í Þrándheimi. Þetta er önnur helgin í röð sem leikmenn Volda leggja...
Viggó Kristjánsson heldur uppteknum hætti og fer hreinlega á kostum leik eftir leik með Stuttgart í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag héldu honum engin bönd þegar Stuttgart sótti Flensburg heim. Hann skoraði 11 mörk, þar af fjögur...
Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Barein í handknattleik karla. Hann mun stýra landsliðinu fram yfir HM sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Eftir það verður framhaldið metið en Barein hefur öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum sem fram...
Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, stóð sig afar vel þegar Nice vann sinn fyrsta leik í frönsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld er liðið mætti Angers á heimavelli, 31:25.Grétar Ari, sem kom til Nice frá Haukum í sumar, varði 13...
Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék ekki með pólsku meisturunum Vive Kielce í gær þegar liðið vann Chrobry Glogow með 11 marka mun á heimavelli, 37:26. Sigvaldi Björn sagði við handbolta.is í gær að hann hafi tognað lítillega...
Þýska 2. deildarliðið Gummersbach með Guðjón Val Sigurðsson í þjálfarasætinu heldur sigurgöngu sinni áfram. Í dag lagði Gummersbach liðsmenn Dessauer í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar, 34:26, á heimvelli. Gummersbach er þar með komið með 12 stig að...
Eftir sjö ár þá tókst leikmönnum BSV Sachsen Zwickau loksins að vinna Nord Harrislee í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag og það örugglega, 35:24. Díana Dögg Magnúsdóttir leikur mð BSV Sachsen Zwickau. Með sigrinum komst liðið upp...