Víst er Nantes, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, verður a.m.k. í öðru sæti í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Nantes vann Montpellier í gærkvöld, 33:31, og situr sem fastast í öðru sæti og hefur sex stiga forskot...
Oddur Gretarsson skoraði sex mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, í 24. tapleik Balingen-Weilstetten í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni tapaði Balingen í heimsókn til Stuttgart, 30:27, og situr áfram á botni deildarinnar með...
Skara HF féll úr leik eftir tap fyrir Sävehof, 30:22, í oddaleik í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var í Partille. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði eitt mark en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir komst ekki á blað. Hún var að...
Íslendingaliðin Fredericia HK og Ribe-Esbjerg skildu jöfn í hnífjöfnum og æsilega spennandi fyrri undanúrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn í thansen Arena í Fredericia í kvöld, 27:27. Síðari viðureign liðanna verður í Esbjerg í hádeginu á sunnudag. Sigurliðið í þeirri...
Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk í fjórum skotum átti eina stoðsendingu þegar lið hans, Flensburg, vann stórsigur á HSV Hamburg, 41:30, á útivelli í 31. umferð þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Flensburg er í þriðja sæti...
Íslendingaliðið Skara HF knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við IK Sävehof um sænska meistaratitilinn í kvöld með fjögurra marka sigri á heimavelli, 34:30. Hvort lið hefur þar með unnið tvo leiki í einvíginu. Skara hefur svo sannarlega komið á...
Harpa Rut Jónsdóttir leikur til úrslita um meistaratitilinn í svissneska handboltanum með samherjum sínum í GC Amicitia Zürich eftir ævintýralegan sigur á Spono Eagles, 39:38, á útivelli í oddaleik í undanúrslitum í gær. Grípa varð til vítakeppni til þess...
Landslið Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði með 15 marka, 37:22, mun fyrir danska landsliðinu í þriðja og síðasta leik sínum á alþjóðlegu handknattleiksmóti sem lauk í Arendal í Noregi í gær. Króatar unnu Argentínumenn á mótinu en biðu...
Axel Stefánsson varð Evrópumeistari í handknattleik í dag þegar liðið sem hann þjálfar, Storhamar, vann CS Gloria 2018 BN frá Rúmeníu, 29:27, í úrslitaleik Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Leikurinn fór fram í Raiffeisen Sportpark í Graz í Austurríki.
Axel, sem...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk og átti sex stoðsendingar þegar lið hennar, BSV Sachsen Zwickau tapaði naumlega, 34:32, fyrir Buxtehuder SV á heimavelli í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Einnig vann Díana Dögg eitt vítakast og...
Akureyringurinn Axel Stefánsson þjálfari norska liðsins Storhamar komst í dag í með lið sitt í úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna. Storhamar vann franska liðið Nantes, 28:27, í æsilega spennandi undanúrslitaleik í Raiffeisen Sportpark í Graz í Austurríki. Storhamar mætir...
Eftir tvo hörkuleiki við Sävehof, þar af einn sigur, þá steinlá Skara HF í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í dag, 41:24. Leikið var í Partille, heimavelli sænsku meistaranna.
Aldís Ásta Heimisdóttir lék afar...
Færeyski landsliðsmaðurinn Vilhelm Poulsen sem lék með Fram frá 2020 til 2022 við góðan orðstír hefur samið við Hannover-Burgdorf frá og með næstu leiktíð. Vilhelm hefur leikið með Lemvig undanfarin tvö ár eftir að hann fór frá Fram. Lemvig...
Einar Bragi Aðalsteinsson, hinn nýbakaði landsliðsmaður í handknattleik úr FH, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad og gengur til liðs við félagið í sumar. Frá þessu greinir Kristianstad í morgun í tilkynningu.
Einar Bragi gekk til liðs við FH...
Króatíska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Noregi í upphafsleik Gjensidige Cup-alþjóðlegs-mót sem hófst í Arendal í Noregi í kvöld, 32:26. Norðmenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Norðmenn keyrðu upp hraðann...