Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Aron Hólm Kristjánsson, skrifaði í gær undir nýjan samning við handknattleiksdeild Þórs. „Þótt Aron sé ungur að árum þá er hann einn reynslumesti leikmaður liðsins og okkur Þórsurum gríðarlega mikilvægur leikmaður,“ segir m.a. í tilkynningu Þórs í...
Síðari leikjum í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla lauk um helgina. Þar með liggur fyrir að leið KA-manna liggur til Austurríkis í annarri umferð þegar þeir mæta til leiks. Andstæðingur KA verður HC Fivers frá Vínarborg.
HC Fivers vann...
KA og ÍBV fengu sín fyrstu stig er þau skiptu á milli sín stigunum tveimur sem voru í boði í KA-heimilinu í viðureign liðanna í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag, 35:35. Einar Rafn Eiðsson skoraði 12....
Fyrstu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag með tveimur leikjum, öðrum í Vestmannaeyjum og hinum í Kópavogi. Einnig verður í dag leidd til lykta önnur umferð Olísdeildar karla í þegar ÍBV leikur sinn fyrsta leik í deildinni á tímabilinu...
Hörður á Ísafirði hóf keppni í Olísdeild karla með sóma í kvöld þegar liðið sótti þrefalda ríkjandi meistara Vals heim í Origohöllina. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þegar leikmenn nýliðanna voru haldnir sviðskrekk þá sóttu þeir í sig veðrið í...
Tveir leikir fara fram í kvöld í annarri umferð Olísdeildar karla í handknattleik.
Kl. 19.40: Afturelding - FH.Kl. 20.15: Valur - Hörður.
Um er að ræða fyrsta leik Harðar frá Ísafirði í efstu deild í handknattleik karla.
Handbolti.is verður á leikjavakt...
Þrír leikir fara fram í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld eftir hörkuleiki og óvænt úrslit í viðureignum gærkvöldsins.Áfram verður leikið í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna sem hófst í gær með sigri Stjörnunnar á Fram í TM-höllinnni, 26:20.
Bikarmeistarar...
Óhætt er að segja að einhver óvæntustu úrslit um árabil í Olísdeild karla hafi orðið í kvöld þegar nýliðar ÍR unnu Hauka með fimm marka mun í nýju íþróttahúsi ÍR-inga við Skógarsel í Breiðholti, 34:29, eftir hafa verið sjö...
Fjórir leikir fara fram í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld.
Olísdeild kvenna:TM-höllin: Stjarnan - Fram kl. 18.
Olísdeild karla:Skógarsel: ÍR - Haukar, kl. 19.30.Sethöllin: Selfoss - Grótta, kl. 19.30.TM-höllin: Stjarnan - Fram, kl 20.
Handbolti.is hyggst fylgjast með á leikjavakt...
Hulda Dís Þrastardóttir, sem gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Selfoss í sumar frá Val, varð fyrir því óláni að slíta krossband eftir að hafa æft með Selfossliðinu í fáeinar vikur í sumar. Af því leiðir að hún leikur...
Ef marka má umræðu í hlaðvarpsþættinum Handkastið og vísir.is vitnar til þá virðist ekki vera ástæða til bjartsýni í herbúðum nýliða Harðar frá Ísafirði fyrir fyrsta leik liðsins sem verður við Val í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik...
Teitur Örn Einarsson er í liði 3. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Teitur Örn skoraði fimm mörk úr fimm skotum þegar Flensburg vann Hannover-Burgdorf á útivelli á laugardaginn, 35:25. Þetta er í fyrsta sinn sem Selfyssingurinn er...
Dánjal Ragnarsson skoraði 500. mark ÍBV í Evrópukeppni, þegar Eyjamenn lögðu Holon HC frá Ísrael í Evrópubikarkeppninni í Eyjum á laugardaginn, 41:35. ÍBV vann einnig seinni leikinn í Eyjum á sunnudag, 33:32.
ÍBV hefur tekið þátt í 20 leikjum í...
Stórskyttan Einar Sverrisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss og leikur þar með áfram með liði félagsins í Olísdeildinni.
Einar er uppalinn Selfyssingur og hefur leikið stærstan hluta ferils síns hjá uppeldisfélaginu og ævinlega verið...
Austurríska handknattleiksliðið HC Fivers stendur vel að vígi eftir fyrri viðureignina við AC Diomidis Augous frá Grikkland sem fram fór í Grikklandi á laugardaginn. Það væri ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að annað hvort þessara liða...