Olís kvenna

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Verður Íslandsbikarnum lyft í kvöld?

Í kvöld geta úrslitin ráðist á Íslandsmóti kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, þegar Valur og Fram mætast í fjórða sinn í úrslitaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn í Origohöllinni á Hlíðarenda. Viðureignin hefst klukkan 19.30. Leikið verður til þrautar vegna þess að jafntefli...

Vantaði meiri ákveðni á markið

„Við vorum að elta nánast allan leikinn. Okkur tókst að komast yfir, 5:3, en eftir það var Fram með yfirhöndina. Okkur tókst ekki að loka nógu vel í vörninni og fengum líka mörg hraðaupphlaup á okkur. Auk þess þá...

Vonandi okkar síðasti leikur í Safamýri

„Við ætluðum okkur að halda heimaleikjaréttinum og vinna hér í kvöld. Það tókst og vonandi er þetta síðasti leikur okkar í Safamýri,“ sagði Kristrún Steinþórsdóttir leikmaður Fram eftir að liðið vann Val með þriggja marka mun, 25:22, í þriðju...
- Auglýsing -

Fram komst yfir eftir þriðja háspennuleikinn

Fram komst yfir á ný í rimmu sinni við Val eftir sigur í þriðja háspennuleik liðanna í Framhúsinu í kvöld, 25:22, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9. Fram hefur þar með tvo vinninga en Valur...

Dagskráin: Hvort liðið tekur forystuna eftir þriðja leikinn?

Ekkert er slakað á úrslitakeppninni í handknattleik þessa daga. Frekar herða liðin sem eftir eru róðurinn en hitt. Eftir háspennu í Origohöllinni í gærkvöldi í þriðju viðureign Vals og ÍBV í úrslitum Olísdeildar karla færist vettvangur úrslitakeppninnar yfir í...

Gleymdi mér aðeins í gleðinni

„Ég fór kannski aðeins fram úr mér. Það gerast þegar maður gleymir sér aðeins í gleðinni,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir handknattleikskona hjá ÍBV þegar handbolti.is heyrði henni í morgun eftir að babb kom í bátinn hjá henni við endurhæfingu....
- Auglýsing -

Mörg smáatriði sem klikkuðu hjá okkur

„Við áttum góða kafla í báðum hálfleikum en meira var það ekki að mínu mati,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, vonsvikin eftir tap fyrir Val, 27:26, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Origohöllinni í kvöld. Staðan...

Mjög sætt að jafna metin

„Það var mjög sætt að vinna og jafna metin,“ sagði Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals í samtali við handbolta.is eftir sigur liðsins á Fram, 27:26, í annarri viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Origohöllinni í kvöld. Thea...

Valur jafnaði metin í hnífjöfnu einvígi

Valur jafnaði metin í einvíginu við Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í kvöld með eins marks sigri, 27:26, í Origohöllinni. Hvort lið hefur þar með einn vinning og mætast á nýjan leik á fimmtudagskvöld í Framhúsinu. Valsliðið var...
- Auglýsing -

Komin heim á Selfoss á nýjan leik

Selfyssingurinn Katla María Magnúsdóttir, sem síðustu ár hefur leikið með Stjörnunni, hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Katla María lék með Selfoss-liðinu á árunum 2017-2020 áður en hún fór í Stjörnuna. Katla, sem er 21 árs gömul, er...

Dagskráin: Næsti úrslitaleikur verður í kvöld

Áfram heldur í kvöld kapphlaupið um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna þegar Valur og Fram mætast öðru sinni. Í þetta skipti verður leikið í Origohöll Valsmanna og flautað til leiks klukkan 19.30. Fram vann nauman sigur, 28:27, í fyrstu viðureign liðanna...

Litlu atriðin skilja liðin að í einvíginu

„Mjög ánægður með sigur í fyrst leik enda er alltaf betra að vinna leiki en tapa,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á Val í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í...
- Auglýsing -

Of margir tapaðir boltar

„Að þessu sinni féll sigurinn Fram meginn í frábærum handboltaleik tveggja frábærra liða,“ sagði Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, sem átti stórleik í fyrsta úrslitaleik Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Framhúsinu í gærkvöld. Sara Sif...

Framarar unnu fyrstu orrustu á sjónarmun

Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna fer frábærlega af stað. Vart mátti á milli liðanna sjá í fyrsta leiknum sem fram fór í Framhúsinu í kvöld. Framarar höfðu betur, 28:27, eftir að hafa verið marki yfir...

Markadrottningin skrifar undir þriggja ára samning

Tinna Sigurrós Traustadóttir, markadrottning Grill66-deildar kvenna og unglingalandsliðskona í handknattleik, hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára. Tinna Sigurrós, sem er 18 ára, var máttarstólpi í sterku Selfossliði sem vann Grill66-deildina í vetur og öðlaðist sæti...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -