Vonir standa til þess að hægt verður að flauta til leiks ÍBV og Íslandsmeistara KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum klukkan 18 í dag. Til stóð að leikurinn færi fram í gær en ekkert varð af því...
Viðureign ÍBV og KA/Þórs í Olísdeild kvenna í kvöld hefur verið frestað, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu KA. Þar segir að vegna veðurs sé ekki fært með flugi frá Akureyri í dag.
Þess í stað stendur til að...
Eftir nokkurra vikna hlé vegna landsleikja, ófærðar, covid og síðast úrslitaleikja Coca Cola-bikarsins verður loks leikið á ný í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar KA/Þór sækja ÍBV heim og verður flautað til leiks klukkan 18. Um er...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK, er markahæst í Olísdeild kvenna um þessar mundir. Hún hefur skorað 114 mörk í 15 leikjum, eða 7,6 mörk að jafnaði leik. Næst á eftir er Sara Odden, Haukum, með 94 mörk, einnig í 15...
Handknattleiksdeild HK hefur samið við Stefán Arnar Gunnarsson um að þjálfa kvennalið félagsins til loka þessarar leiktíðar. Tekur hann við af Halldóri Harra Kristjánssyni sem var látinn taka pokann sinn hjá HK í gær eftir nærri fjögurra ára starf.
Arnari...
Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir sá til þess að Valur fékk bæði stigin úr toppslag Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 25:24. Hún varði síðasta skot Framara að marki Vals á síðustu sekúndu leiksins. Mínútu áður hafði Thea Imani Sturludóttir...
ÍBV tryggði sér fjórða og síðasta sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik í kvöld. Marija Jovanovic sá til þess þegar hún skoraði sigurmarkið eftir að leiktíminn var úti í viðureign liðanna í Vestmannaeyjum, 27:26. ÍBV hafði þá...
HK hefur vikið Halldóri Harra Kristjánssyni þjálfara meistaraflokksliðs kvenna frá störfum. Tekur uppsögnin gildi nú þegar eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá stjórn handknattleiksdeildar HK í kvöld.
Handbolti.is greindi frá því fyrr í vikunni að Harri hafi ákveðið...
Íslandsmeistarar KA/Þórs halda áfram að sækja að toppliðunum í Olísdeild kvenna. Þeir unnu öruggan sigur á HK í Kórnum í kvöld, 31:27, og eru þar með aðeins stigi á eftir Val sem er í öðru sæti. KA/Þórsliðið á auk...
Þjálfaraskipti verða hjá Olísdeildarliði HK eftir keppnistímabilið sem stendur yfir. Halldór Harri Kristjánsson þjálfari HK staðfesti það við handbolta.is í dag. „Ég ákvað i síðasta mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi mínum við HK og hætti þjálfun meistaraflokks kvenna...
Mikil röskun hefur orðið á keppni í Olísdeild kvenna á keppnistímabilinu, ekki síst á síðustu þremur mánuðum vegna covid, slæms veðurs og ófærðar. Af þeim sökum hefur mótanefnd HSÍ stokkað upp leikjaniðurröðun þeirra viðureigna sem eftir eru, að sögn...
Handknattleikskonan þrautreynda, Karen Knútsdóttir, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fram en frá þessu greinir handknattleiksdeild Fram í dag. Karen hefur um árabil verið ein allra fremsta handknattleikskona landsins og verið kjölfesta hjá Fram og íslenska landsliðinu.
Karen...
Það blæs ekki byrlega hjá handknattleiksliði ÍBV í handknattleik um þessar mundir eftir kórónuveiran knúði dyra í herbúðum liðsins. Hópsmit er komið upp. Ekki færri en átta leikmenn leikmenn liðsins greindust smitaðir af veirunni í dag samkvæmt heimildum handbolta.is.
Ekki...
Fram heldur sínu striki í efsta sæti í Olísdeild kvenna en í kvöld vann liðið Hauka á Ásvöllum, 24:23, í hörkuleik. Haukar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Lið Hauka situr þar með í fjórða sæti...
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs sóttu tvö stig með kærkomnum sigri á Stjörnunni í TM-höllinni í Garðabæ í dag í Olísdeild kvenna í handknattleik, 27:25. Staðan var jöfn, 14:14, eftir fyrri hálfleik en meistararnir voru öflugri þegar á leikinn leið....