Ellen Karlsdóttir og Hekla Daðadóttir dæmdu í fyrsta sinn viðureign í Olísdeild kvenna á sunnudaginn þegar þeim fórst vel úr hendi að halda uppi röð og reglu í viðureign HK og Stjörnunnar í annarri umferð. Ellen og Hekla...
Óvissa ríkir um þátttöku sænsku handknattleikskonunnar, Emmu Olsson hjá Fram, í undanúrslitaleik Fram og Vals í Coca Cola-bikarnum á næsta fimmtudag. Olsson fékk bylmingsskot í höfuðið eftir um stundarfjórðung í viðureign Hauka og Fram í annarri umferð Olísdeildarinnar í...
Önnur umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik fór fram á föstudag, laugardag og á sunnudag. Helstu niðurstöður leikjanna fjögurra eru þessar:
ÍBV - Afturelding 35:20 (21:11).
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 11, Lina Cardell 10, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 3, Marija...
„Það er alltaf hættulegt að mæta HK ef maður er ekki á fullu. Þá getur illa farið. Leikmenn liðsins eru baráttuglaðir og heimavöllurinn er erfiður. Þar af leiðandi er ekkert gefið gegn þeim. Við héldum einbeitingu til loka og...
„Varnarleikurinn er mjög góður hjá okkur. Að honum einbeitum við okkur núna og síðan er það næsta verk að bæta sóknarleikinn,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans tapaði 23:17 fyrir Val...
Valur fór upp að hlið KA/Þórs í efsta sæti Olísdeildar kvenna í dag með sigri á HK í Kórnum, 23:17. Ef undan eru skildar fyrstu tíu mínúturnar eða þar um bil var Valsliðið með yfirhöndina í leiknum. Munurinn var...
HK og Valur eigast við í 2. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Kórnum í Kópavogi kl. 16. Handbolti.is er í Kórnum og fylgist með framvindu leiksins í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.
„Ég hef nánast talað við alla markverði á landinu en því miður hefur það ekki borið árangur,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Olísdeildarliðs Aftureldingar í handknattleik kvenna en hann og forráðamenn liðsins leita logandi ljósi að markverði til lengri...
Annarri umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag þegar HK fær Val í heimsókn í Kórinn kl.16. HK er að leita eftir sínum fyrstu stigum en Valur mun með sigri komast upp að hlið KA/Þórs í efsta sæti með fjögur...
Íslandsmeistarar KA/Þórs sitja áfram í efsta sæti Olísdeildar kvenna eftir að hafa lagt Stjörnuna á heimavelli í dag með eins marks mun, 27:26, í KA-heimilinu í dag, í annarri umferð. Sigurinn var ekki eins tæpur og lokatölurnar gefa til...
Haukar gerðu sér lítið fyrir og kræktu í eitt stig úr viðureign sinn við Fram í dag þegar liðin mættust í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum, 32:32, í miklum markaleik. Fram var fjórum mörkum...
Tveir leikir fara fram í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Í KA-heimilinu mætast Íslandsmeistarar KA/Þórs og Stjarnan en í Schenkerhöllinni á Ásvöllum eigast Haukar og Fram við. Flautað er til leiks í báðum viðureignum klukkan...
Annarri umferð í Olísdeild kvenna verður fram haldið í dag með tveimur leikjum en umferðin hófst í gærkvöld þegar Afturelding sótti ÍBV heim til Vestmannaeyja. Í dag fá Íslandsmeistarar KA/Þórs liðsmenn Stjörnunnar í heimsókn. Stutt er síðan liðin mættust...
ÍBV vann Aftureldingu, 35:20, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Eins og tölurnar gefa e.t.v. til kynna var mikill munur á liðunum. Staðan í hálfleik var 21:11 fyrir ÍBV. Þetta var fyrsti sigur ÍBV í deildinni...
Drengirnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í Klaka stúdíóið sitt í gærkvöld og gáfu út nýjan þátt. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru Jói Lange og Kristinn Guðmundsson. Í þættinum fóru þeir yfir allt það markverðasta sem gerðist...