- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

FH er deildarmeistari – Víkingur og Selfoss fallin

FH varð í kvöld deildarmeistari í Olísdeild karla í handknattleik þegar næst síðasta umferð fór fram. FH vann Gróttu, 29:22, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi og náði þriggja stiga forystu vegna þess að Valur, sem er í öðru sæti, tapaði...

Dagskráin: Ráðast úrslitin á toppi og á botni?

Tvær síðustu umferðir Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í vikunni. Sú næst síðasta er áformuð í kvöld. Sex leikir eru á dagskrá. Allar viðureignir verða flautaðar á stundvíslega klukkan 19.30.Aukin spenna er hlaupin í keppnina um deildarmeistaratitilinn eftir...

Skarphéðinn Ívar klæðist rauðu á næsta tímabili

Handknattleiksmaðurinn ungi frá Akureyri, Skarphéðinn Ívar Einarsson, hefur ákveðið að segja skilið við KA í sumar og ganga til liðs við Hauka. Skarphéðinn Ívar hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hafnafjarðarliðið og tekur samningurinn gildi í sumar. Skarphéðinn Ívar...
- Auglýsing -

Þráinn Orri verður í leikbanni á þriðjudaginn

Þráinn Orri Jónsson leikmaður Hauka var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefda HSÍ í vikinni. Bannið tekur gildi í dag og þess vegna verður Þráinn fjarri góðu gamni þegar Haukar taka á móti Selfyssingum í næst síðustu...

Ársþing HSÍ 2024

Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands. Ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið laugardaginn 27. apríl 2024 í Laugardalshöll. Skráning þingfulltrúa hefst kl.09:00 og verður þingsetning sama dag kl. 10:00. Undirrituð kjörbréfi þarf að skila inn við skráningu við komu og má finna það hjálagt. Tilkynning um...

Hvaða leikir standa eftir í Olísdeild karla?

Mikil spenna er í topp- og fallbaráttu Olísdeildar karla í handknattleik. Tvær umferðir eru eftir sem leiknar verða 2. og 5. apríl. Hér fyrir neðan er að finna hvaða lið mætast í síðustu leikjunum og hvar. 21. umferð þriðjudaginn 2....
- Auglýsing -

HK vann leikinn mikilvæga – annað tap FH í röð fyrir Haukum – Valur nálgast – úrslit kvöldsins og staðan

HK vann uppgjör liðanna í tíunda og ellefta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði Víkinga, 26:21, í 20. umferð. Leikið var í Safamýri, heimavelli Víkinga. Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti. HK tyllti sér í 10....

Afturelding batt enda á sigurgöngu KA-manna

Eftir þrjá sigurleiki í röð steinlágu KA-menn í kvöld þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Mosfellingar léku við hvern sinn fingur í vörn sem sókn og unnu með 10 marka mun, 34:24, eftir...

Sigríður bætir við sig ári á Hlíðarenda

Sigríður Hauksdóttir hefur framlengt samning sinn við deildar- og bikarmeistara Vals til eins árs, eða út leiktíðina vorið 2025. Sigríður gekk til liðs við Val fyrir tveimur árum og fetaði þar með í fótspor ömmu sinnar og nöfnu, Sigríðar...
- Auglýsing -

Dagskráin: Augu flestra beinast að Safamýri

Tuttugasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Ekkert hik á vera á leikmönnum og þjálfurum. Sex leikir fara fram og nú fer hver að verða síðastur til þess að öngla í stig áður en deildarkeppnin verður...

Birna Berg framlengir dvölina í Vestmannaeyjum

Handknattleikskonan öfluga, Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið ein af lykilkonum liðsins frá fyrsta degi. Birna Berg er ein reyndasta handknattleikskona...

Patrekur snýr til baka í þjálfun – tekur við af Sissa

Patrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar til næstu tveggja leiktíða. Hann tekur við starfinu í sumar af Sigurgeiri Jónssyni, Sissa, sem stýrir liðinu út leiktíðina. Patrekur hefur ekki áður þjálfað meistaraflokkslið í kvennaflokki en er þrautreyndur þjálfari...
- Auglýsing -

Rut Arnfjörð og Ólafur flytja suður í sumar

Handknattleiksparið Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson flytur suður sumar eftir fjögur góð ár á Akureyri. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.Ólafur lýkur keppnistímabilinu með KA sem stendur í ströngu við að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildar þegar þrjár...

Þjálfaraskipti standa fyrir dyrum hjá Stjörnunni

Sigurgeir Jónsson, Sissi, lætur af störfum þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik þegar liðið hefur lokið þátttöku á Íslandsmótinu í vor. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og mun ákvörðunin vera stjórnenda handknattleiksdeildarinnar. Lá hún fyrir áður en Stjarnan lék til...

Elín Klara skoraði flest mörk í Olísdeildinni

Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi Hauka og landsliðskona, varð markahæst í Olísdeild kvenna en keppni í deildinni lauk á laugardaginn. Hún skoraði 142 mörk í 21 leik deildarinnar eða 6,76 mörk að jafnaði í leik. Elín Klara skoraði níu mörkum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -