„Við vissum það svo sem fyrirfram að munurinn á liðunum væri mikill. Ekkert kom okkur á óvart í þeim efnum. Mér fannst við ekki gera nógu vel í fyrri hálfleik, ekki leika af þeim mætti sem við getum og...
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á nýliðum ÍR, 30:20, á heimavelli í kvöld í 4. umferð Olísdeildar kvenna. Valsliðið var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Að loknum fyrri hálfleik var níu marka munur, 17:9....
„Hann hlýtur að spila þennan leik. Maðurinn er ekki að hvíla í tvær eða þrjár vikur, hvíla fyrir hvað?,“ segir Teddi Ponsa annar umsjónarmanna Handkastsins um Aron Pálmarsson og væntanlega þátttöku Arons í viðureign FH og Selfoss í Olísdeild...
Einn leikur fer fram á Íslandsmóti meistaraflokka í handknattleik í kvöld, miðvikudag. Í 4. umferð Olísdeildar kvenna sækja nýliðar ÍR, sem hafa gert það gott, Íslandsmeistara Vals heim í Origohöllina. Stefnt er á að leikurinn hefjist klukkan 19.30.
Valur er...
Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV og Valur leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivöllum.
Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center...
ÍBV lagði Aftureldingu, 32:24, í fyrsta leik fjórðu umferðar Olísdeildar kvenna í handknatttleik í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Með sigrinum komst ÍBV upp að hlið Vals í efsta sæti deildarinnar....
Handknattleiksdeild KA/Þórs hefur gengið frá samningum við brasilískar systur, Nathália Fraga og Isabelle Fraga um að leika með liðinu í vetur.Vonir standa til að Nathália Fraga geti spilað gegn Stjörnunni en verið er að klára síðustu pappírana tengt atvinnuleyfinu...
2. þáttur af Kvennakastinu, hlaðvarpsþætti þar sem kastljósinu er beint að handknattleik kvenna, er kominn í loftið. Meðal efnis:🔥 Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals í viðtali.🔥 Valur með alvöru frammistöðu gegn stórliði frá Rúmeníu.🔥 Toppslagir á sitthvorum enda töflunnar í...
„Við þurfum að læra að sætta okkur við það sem við höfum á meðan félögin hjálpa ekki til við að búa til dómara eins og staðan er í dag. Dómarar spretta ekki upp af götunni og það er ekki...
Handknattleiksmaðurinn Daði Jónsson hefur gengið á ný til liðs við KA eftir tveggja ára veru í Danmörku. Frá þessu er sagt á heimasíðu KA. Daði sem verður 26 ára síðar á árinu er uppalinn hjá KA. Hann var um...
Tveir leikir verða háðir á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld ef samgöngur setja ekki strik í reikninginn. Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku...
„Samkvæmt mínum heimildum eru Haukar að gera sitt allra besta til þess að finna sér nýjan aðstoðarþjálfara með Ásgeiri,“ segir Sérfræðingurinn, Arnar Daði, í nýjasta þætti Handkastsins er fór í loftið í gær.
„Vignir var ekki með í gær og...
Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í dag þegar liðið mætir H.C. Dunarea Braila frá Rúmeníu í Origohöllinni klukkan 17. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 1. umferð undankeppni...
Ekkert verður af viðureign ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild kvenna sem til stóð að fram færi í dag í Vestmannaeyjum. Samgöngur setja strik í reikninginn. Gerð verður atlaga til að koma leiknum á dagskrá annað kvöld.
Valur mætir rúmenska...
Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri í Olísdeild karla í kvöld þegar liðið lagði Gróttu í hörkuleik í Mýrinni í Garðabæ, 31:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Gróttumenn áttu þess kost að jafna metin á...