Olísdeildir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásdís leikur í sænsku úrvalsdeildinni

Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF. Hún fylgir þar með í kjölfar samherja síns hjá KA/Þór, Aldísar Ástu Heimisdóttur, sem fyrr í sumar samdi við sama félag. Frá þessu greinir Vikudagur á Akureyri í morgun. Samningur...

Sveinn Andri kveður Aftureldingu – „Mjög mikil vonbrigði“

Afturelding hefur orðið fyrir blóðtöku aðeins mánuði áður en flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Eini leikstjórnandi liðsins, Sveinn Andri Sveinsson, tilkynnti forráðamönnum Aftureldingar óvænt rétt fyrir nýliðna helgi að hann hafi samið við þýska 2. deildarliðið Empor...

Aðalsteinn Örn gengur til liðs við Stjörnuna

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson sem leikið hefur árum saman með Fjölni virðist hafa gengið til liðs við Olísdeildarlið Stjörnunnar. Nafn hans var að minnsta kosti á leikskýrslu Stjörnuliðsins í gær þegar liðið mætti Aftureldingu í 1. umferð UMSK-mótsins í handknattleik...
- Auglýsing -

HK hóf tímabilið á sigri – aðrir skiptu með sér stigunum

Undirbúningsmót handknattleiksliðanna hér á landi eru hafin enda er ekki nema rétt um mánuður þangað til flautað verður til leiks í Olísdeildunum. UMSK-mót karla hófst í dag með tveimur hörkuleikjum. HK gerði sér lítið fyrir og lagði Gróttu með...

Þorgrímur Smári ákveður að láta gott heita

Handknattleiksmaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson tilkynnti í dag að ekki væri von á honum fram á handknattleikvöllinn á nýja leik, alltént ekki í hlutverki leikmanns. Eftir langvarandi glímu við meiðsli hefur hann játað sig sigraðan og segist þar með láta...

Fyrirliðinn skrifar undir tveggja ára samning

Hornamaðurinn Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss og verður þar af leiðandi á fullri ferð með liðinu undir stjórn Þóris Ólafssonar í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Richard Sæþór hefur verið útnefndur fyrirliði...
- Auglýsing -

Arnór og Bruno framlengja veruna hjá KA

Miðjumaðurinn Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat, markvörður, framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu í dag. „Arnór hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands í gegnum tíðina og Bruno hefur...

Íslandsmeistararnir öngla í hægri hornamann

Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla hafa samið við Berg Elí Rúnarsson. Hefur Bergur Elí skrifað undir tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið. Bergur Elí, sem er fæddur 1995, er hægri hornamaður sem kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu FH...

Þorgils Jón tekur af öll tvímæli

Tekin hafa verið af öll tvímæli um hvort Þorgils Jón Svölu Baldursson leikur áfram með Val eða fylgir unnustu sinni Lovísu Thompson eftir til Danmerkur. Valur tilkynnti i hádeginu að línu- og varnarmaðurinn sterki hafi skrifað undir eins árs...
- Auglýsing -

„Kaup og sölur“ hjá konunum?

Það er næsta víst, að eitthvað verður um „kaup og sölur“ í kvennaleikjum Íslands í Evrópukeppninni í handknattleik, eftir að dregið var í morgun, 19. júlí, í Evrópubikarkeppni EHF, þar sem þrjú lið eru með í keppninni og þurfa...

Í þriðja sinn á 7 árum mætir ÍBV liði frá Ísrael

Silfurlið Olísdeildar karla í handknattleik, ÍBV, mætir Holon HC í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Dregið var í morgun í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. KA og Haukar eru einnig skráð til leiks í keppninni en sitja yfir í...

Talsverð ferðalög bíða íslensku liðanna þriggja

Bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna drógust á móti HC DAC Dunajska Streda frá Slóvakíu í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninni í handknattleik þegar dregið var í morgun. KA/Þór mætir Gjoche Petrov-WHC Skopje frá Norður Makedóníu og ÍBV fékk grískt lið, O.F.N....
- Auglýsing -

Fleiri leikreglubreytingar sem ekki hafa farið hátt taka gildi

Um síðustu mánaðarmót tóku gildi fjórar leikreglubreytingar á alþjóðareglum í handknattleik. Fjallað var ítarlega um þær í meðfylgjandi grein á handbolta.is í vor. Fleiri breytingar, sem ekki hafa farið eins hátt, tóku gildi á reglunum hinn 1. júlí. https://www.handbolti.is/markverdir-fa-aukna-vernd-midjuhringur-tekinn-upp/ Kristján...

Þrjú íslensk lið verða í pottunum tveimur

Þrjú íslenska lið verða dregin út í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á morgun. Valur verður í efri styrkleikaflokki en KA/Þór og ÍBV í þeim neðri en alls verða nöfn 54 liða í skálunum sem dregið er úr....

Eyjamenn verða með þegar dregið verður á morgun

Dregið verður í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið. Alls verða nöfn 26 liða í plastkúlum skálanna tveggja sem dregið verður upp úr. Þrjú íslensk lið taka þátt í keppninni á næsta tímabili, KA, Haukar og ÍBV....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -