Vika er þangað til Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla hefja keppni í Evrópudeildinni í handknattleik karla. Fyrsta viðureignin verður á heimavelli, Origohöllinni, gegn ungverska liðinu Ferencváros, eða FTC frá Búapes. Stundvíslega klukkan 18.45 verður flautað til leiks.
Ekki...
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Lið Selfoss sækir nýliða Harðar heim í íþróttahúsið Torfnesi í Ísafjarðarbæ í síðasta leik 5. umferðar. Flautað verður til leiks klukkan 19.
Leikur liðanna átti að fara fram fyrir...
Bikarmeistarar Vals verða í fyrsta flokki en ÍBV í öðrum þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í fyrramálið. Íslensku liðin gætu þess vegna dregist saman.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út flokkunina, skömmu eftir hádegið í...
„Frammistaðan var mjög góð og var frábært svar við gærdeginum,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, í samtali við handbolta.is í dag eftir að ÍBV vann OFN Ionias frá Aþenu, 27:22, í síðari leik liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppni kvenna...
ÍBV tryggði sér í dag sæti í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik með öruggum sigri á O.F.N. Ionias, 27:22, í síðari viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Gríska liðið vann fyrri viðureignina í gær, 21:20. ÍBV...
Tveir leikir eru á dagskrá meistaraflokka hér innanlands í dag.
Grill66-deild kvenna:Origohöllin: Valur U - Fjölnir/Fylkir, kl. 16.Staðan og næstu leikir í Grill66-deildinni.
Evrópubikarkeppni kvenna, síðari leikur:Vestmannaeyjar: ÍBV - O.F.N. Ionias, kl. 14 - sýndur á ÍBVTV.Ionias vann fyrri viðureignina, 21:20.
ÍBV á fyrir höndum erfiðan leik á morgun gegn gríska liðinu OFN Ionias í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir eins marks tap, 21:20, í fyrri viðureigninni í Vestmannaeyjum í dag. Sóknarleikur ÍBV bilaði í dag, ekki síst í síðari...
Stjarnan komst í efsta sæti Olísdeildar kvenna í dag með stórsigri á neðsta liðinu, HK, 41:26, í TM-höllinni í 4. umferð. Stjarnan hefur þar með átta stig að loknum leikjunum fjórum og svo sannarlega hægt að segja að liðið...
Þrír leikir fara fram í Olísdeild kvenna í handknattleik dag og einnig mætir ÍBV gríska liðinu O.F.N.Ionias fyrra sinni í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestamanneyjum.
Leikir dagsins: TM-höllin: Stjarnan - HK, kl. 14.Úlfarsárdalur: Fram - Haukar, kl....
Leikið verður í Olísdeild kvenna, Grill66-deild kvenna og í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik hér innan lands í dag. Til viðbótar stendur karlalandsliðið í ströngu í Tallin í Eistlandi. Óhætt er að segja að handknattleiksfólk slái ekki slöku við í...
„Engu er líkara en það sé Grikklandssegull á okkur í ÍBV-liðinu,“ sagði Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV-liðsins í samtali við handbolta.is í gærkvöld vegna væntanlegra leikja liðsins við O.F.N. Ionias frá Grikklandi í Vestmannaeyjum um helgina. O.F.N. Ionias verður þriðja...
Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Úlf Gunnar Kjartansson leikmann ÍR í þriggja leika keppnisbann og Hörð Flóka Ólafsson, sem var starfsmaður Þórs Akureyri í viðureign við ungmennalið Fram á síðasta laugardag, í tveggja leikja bann.
Úrskurð sinn felldi aganefnd í...
Eftir fund Aganefnd HSÍ lögðust nefndarmenn undir feld vegna tveggja mála sem bárust inn á borð nefndarinnar og nefndarmenn telja nauðsynlegt að skoða ofan í kjölinn áður en úrskurður verður felldur.
Annarsvegar er um að ræða mál Harðar Flóka...
Fyrsti leikur Valsmanna í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla verður gegn ungverska liðinu Ferencváros í Origohöllinni þriðjudaginn 25. október. Handknattleikssamband Evrópu, EFH, gaf út í morgun staðfesta leikjadagskrá allra leikja riðlakeppninnar sem hefst 25. október og lýkur 28. febrúar...
Sigurleikur kvennaliðs Vals á HC DAC Dunajská Streda, 31:24, í Dunajská í Slóvakíu í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik var sérlega sögulegur fyrir Ágúst Þór Jóhannsson þjálfara Valsliðsins. Hann stýrði liði í 30. sinn í Evrópukeppni félagsliða.
„Þetta var einn besti...