ÍBV vann Stjörnuna í uppgjöri um þriðja sætið á Ragnarsmóti kvenna í handknatteik í Sethöllinni á Selfossi í dag, 26:19. ÍBV var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:9.Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum. Eyjaliðið svaraði með fjórum...
Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Vals og KA mætast í meistarakeppni karla í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.Viðureignin í meistarakeppninni markar upphaf Íslandsmótsins hvert ár en þá leiða saman hesta sína...
Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við 21 árs gamlan brasilískan markvörð, Emannuel Augusto Evangelista. Standa vonir til þess að Brasilíumaðurinn verði klár í slaginn í Olísdeildinni þegar Hörður sækir Íslands- og bikarmeistara Vals heim...
Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Guðlaugur Arnarsson kemur inn í þjálfarateymi karlaliðs KA á komandi keppnistímabili og mun starfa með Jónatan Þór Magnússyni aðalþjálfara. Sverre Andreas Jakobsson verður áfram í þriggja manna þjálfarateymi KA eins og undanfarin ár.Samhliða störfum...
Eyjamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson hefur fengið félagaskipti frá ÍBV til nýliða ÍR í Olísdeild karla. Þetta kemur fram í félagaskiptaskrá á vef HSÍ. Friðrik Hólm er vinstri hornamaður og hefur leikið með ÍBV síðustu árin og var m.a. í...
Þórhildur Gunnarsdóttir tryggði Stjörnunni jafntefli gegn Selfossi í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi. Þórhildur jafnaði metin þegar mínúta var til leiksloka, 22:22. Heimaliðið átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana...
Haukar hafa samið við markvörðurinn Matas Pranckevicius um að leika með Hafnarfjarðarliðinu á keppnistímabilinu sem hefst í næstu viku. Pranckevicius er 24 ára gamall Litái. Hann hefur verið við æfingar með Haukaliðinu undanfarna daga með það í huga að...
Steinunn Björnsdóttir skoraði þriðjung marka Framliðsins sem vann ÍBV, 30:27, í fyrri leik annarrar umferðar Ragnarsmótsins í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Fram hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og mætir Selfossi á laugardaginn í...
Sæunn Magnúsdóttir var í gærkvöld kjörin formaður aðalstjórnar ÍBV á framhaldsaðalfundi. Aðrir sem náðu kjöri í aðalstjórn eru Arnar Richardsson, Bragi Magnússon, Erlendur Ágúst Stefánsson, Kári Kristján Kristjánsson, Örvar Omrí Ólafsson og Sara Rós Einarsdóttir. Varamenn eru Guðmunda Bjarnadóttir...
Önnur umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna fer fram í kvöld í Sethöllinni á Selfossi. Mótið hófst á mánudaginn með leik Selfoss og ÍBV þar sem fyrrnefnda liðið vann örugglega, 33:27. Í kjölfarið tók við viðureign Fram og Stjörnunnar. Fram...
Hilmar Bjarki Gíslason og Ísak Óli Eggertsson skrifuðu í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Báðir koma þeir upp úr yngri flokka starfi Akureyrarliðsins. Vilborg Pétursdóttir fyrrverandi handknattleikskona hjá Haukum skoraði tvö mörk þegar lið hennar, AIK, tapaði...
Þótt Fram væri alls ekki með alla sína sterkustu leikmenn í kvöld gegn Stjörnunni þá vann liðið örugglega, 29:20, í fyrstu umferð Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna í Sethöllinni á Selfossi. Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en...
Grótta hafði betur gegn HK í UMSK-móti kvenna í handknattleik þegar liðin mættust í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.Þetta var fyrsti sigur Gróttu á mótinu en liðið tapaði naumlega fyrir Stjörnunni...
Selfoss vann ÍBV í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna á Sethöllinn á Selfossi í kvöld með sex mark mun, 33:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.Aldrei var spenna í viðureigninni. Heimaliðið var sjö...
Flautað verður til leiks á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik á Selfossi í kvöld. Fjögur sterk lið mæta til leiks, þar á meðal Íslands-, og deildarmeistarar Fram. Einnig tekur ÍBV þátt í mótinu, svo og Stjarnan auk heimaliðsins, Selfoss sem...