Serbía vann Svíþjóð, 24:21, í riðli íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Zrenjanin í Serbíu. Serbar voru marki yfir, 10:9.
Þar með eru Svíar og Serbar með fjögur stig hvor eftir þrjá...
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins og Íslandsmeistara Vals, hefur hætt við framboð til borgarstjórnarkosninga í vor. Hann hugðist gefa kost á sér á vegum Framsóknarflokksins. Björgvin Páll greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum í gær. „Þrátt fyrir að...
Ómar Ingi Magnússon var vitanlega í liði 22. umferðar í þýsku 1. deildinni sem fram fór um nýliðna helgi. Ómar fór með himinskautum þegar Magdeburg vann Lemgo, 44:25. Hann skoraði m.a. 15 mörk og átti níu stoðsendingar.
Ágúst Ingi Óskarsson...
Færeyska landsliðið í handknattleik karla er komið í aðra og síðari umferð umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Eftir að Hvít-Rússum var í kvöld bannað að taka þátt...
Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, samþykkti í kvöld að vísa landsliðum og félagsliðum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi nú þegar úr mótum á vegum EHF sem standa yfir. Um leið hefur félagsliðum og landsliðum verið bannað að taka þátt í keppni...
Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, kemur saman í kvöld til aukafundar til að ráða ráðum sínum vegna tilmæla sem Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, sendi frá sér í morgun. Í þeim mælir IOC með því að Rússar og Hvít-Rússar verði útilokaðir frá...
Ekkert verður í bili af leikjum úkraínska meistaraliðsins HC Motor gegn PSG 1. mars, á móti Barcelona 3. mars og FC Porto 10. mars. Þeim hefur verið frestað um ótiltekinn tíma. Forsvarsmenn EHF ætla að funda um málið á...
Elvar Ásgeirsson skoraði sex mörk fyrir Nancy í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir Chambéry, 36:32, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Nancy er neðst í deildinni með fjögur stig, er fjórum stigum á eftir Istres og Saran....
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta fjórum leikjum sem framundan voru í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik. Er það gert vegna þess ástands sem ríkir eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Einnig er tilkynnt að heimaleikur karlalandsliðs Úkraínu...
Christian Berge hefur ákveðið að hætta þjálfun norska karlalandsliðsins í handknattleik. Frá þessu greinir norska handknattleikssambandið í fréttatilkynningu í morgun. Talið er sennilegt að Berge taki við þjálfun norska liðsins Kolstad en forráðamenn liðsins hafa uppi háleit áform um...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilkynnt að allir heimaleikir landsliða og félagsliða frá Úkraínu á vegum móta EHF verði á næstunni leiknir á hlutlausum velli eða heimavelli andstæðinganna. Á það t.d. við um tvo fyrirhugaða leiki úkraínska kvennalandsliðsins við Tékka...
Hressilega hljóp á snærið hjá sænska úrvalsdeildarliðinu, Lugi, sem einnig er hægt að kalla Íslendingalið, þegar greint var frá því í morgun að þekktasta handknattleikskona Svía, Isabelle Gulldén, hafi samið við félagið.
Gulldén, sem leikur alla jafna á miðjunni, kemur...
Steinunn Hansdóttir hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Skanderborg Håndbold til eins árs, út leiktíðina 2023. Félagið greindi frá þessu í tilkynningu í gær. Steinunn kom aftur til Skanderborg-liðsins á síðasta sumri eftir að hafa spreytt sig annars...
Fjórtánda umferð í Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina en það var jafnframt lokaumferð riðlakeppninnar. Mikil spenna var á nokkrum vígstöðum en fyrir helgina áttu nokkur lið enn möguleika á að hreppa farseðilinn beint í 8-liða úrslit.
FTC, Brest og...
Janus Daði Smárason tognaði á nára í fyrsta leik Göppingen í Þýskalandi eftir Evrópumótið í síðasta mánuði og hefur hann af þeim sökum ekki tekið þátt í þremur síðustu leikjum liðsins í þýsku 1. deildinni.Grétar Ari Guðjónsson og félagar...