Riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik lauk í dag. Evrópumeistaramótið fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu 13. - 31. janúar á næsta ári. Dregið verður í riðla á fimmtudaginn í Búdapest.
Hér eru úrslit allra leikja í dag og staðan í...
Lokaumferð undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik fer fram í með 15 leikjum í riðlunum átta. Allir leikir hefjast klukkan 16. Að þeim loknum verður ljóst hvaða 24 þjóðir senda landsliðs sín til leik í lokakeppninni sem fram fer í...
Harpa María Friðgeirsdóttir, handknattleikskona hjá Fram, varð í fyrradag Íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem haldið er í Hlíðarfjalli. Harpa fylgir þar með í fótspor systur sinnar, Hólmfríðar Dóru, sem varð Íslandsmeistari í sömu grein 2018 og 2019.
Peter...
Færeyska landsliðið í handknattleik karla vann sögulegan sigur í kvöld í undankeppni Evrópumótsins þegar það lagði landslið Tékka, 27:26, í æsilega spennandi leik í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem færeyska landsliðið vinnur leik...
Ein helsta handknattleikskona Hollands. Yvette Broch, yfirgefur franska liðið Metz í sumar og flytur til Búkarest í Rúmeníu þar sem hún ætlar að leika með meistaraliðinu CSM næstu tvö ár. Broch, sem stendur á þrítugu, hætti að leika handbolta...
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu eru komnir vel áleiðis inn á Evrópumeistaramótið í handknattleik karla á næsta ári. Hollendingar unnu Tyrki í Tyrklandi í kvöld, 32:24, og hafa nú sjö stig í öðru sæti í fimmta...
Rússar, Danir, Norður-Makedóníumenn og Svíar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári. Bætast þau í hóp með þýska landsliðinu og serbneska sem eru...
Jure Dolenec skoraði 12 mörk fyrir landslið Slóvena þegar það lagði tyrkneska landsliðið, 30:22, í Eskisehir í Tyrklandi í gær. Slóvenar eru efstir í 5. riðli en í honum er mikil spenna. Hollendingar eru tveimur stigum á eftir og...
Ómar Ingi Magnússon og samherjar hans í SC Magdeburg leika við Wisla Plock frá Póllandi í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Dregið var í morgun. Í hinni viðureigninni mætast Rhein-Neckar Löwen, með Ými Örn Gíslason innanborðs, þriðja þýska liðinu...
Nikolaj Jacobsen þjálfari heimsmeistara Danmerkur í handknattleik karla ferðast ekki með landsliðinu til Sviss þar sem Danir mæta heimamönnum í undankeppni EM annað kvöld. Jacobsen fór í aðgerð á hné fyrir nærri þremur vikum vegna gamalla íþróttameiðsla. Hann segist...
Kórónuveiran hefur ekki gert vart við sig í Færeyjum síðan í lok janúar og mun færeyska karlalandsliðið njóta þess þegar það tekur á móti landsliði Tékklands á föstudaginn og rússneska landsliðinu á sunnudag í undankeppni Evrópumóts karla. Landsliðið fær...
Danska handknattleiksliðið Aalborg Håndbold hefur verið á vörum margra handknattleiksáhugamanna og fjölmiðla undanfarna vikur eftir að það gerði óvænt samning við dönsku stórstjörnuna Mikkel Hansen skömmu eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í janúar. Hansen er einn þekktasti íþróttamaður Dana. Hansen...
Michael Wiederer var í gær endurkjörin forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, til næstu fjögurra ára á þingi EHF sem haldið var í Vínarborg. Endurkjörið kom ekki á óvart þar sem Wiederer var einn í kjöri. Nú hefst hans annað kjörtímabil...
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveianr hans í Kadetten komust í gærkvöld í úrslit bikarkeppninnar í Sviss. Kadetten vann BSV Bern, 27:20, á útivelli í undanúrslitaleik. Kadetten mætir HC Kriens-Luzern í úrslitaleik laugardaginn 8. maí. Liðin höfnuðu í öðru og þriðja...
StÍF frá Skálum í Skálavík vann færeyska meistaratitilinn í handknattleik kvenna í gærkvöld þegar liðið lagði Neistan með tíu marka mun, 30:20, í fjórðu viðureign liðanna um meistaraitilinn en leikið var í Skálum. Þetta var í fyrsta skipti í...