Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof þegar liðið vann stórsigur á HK Malmö, 32:24, en leikið var í Malmö. Simon Möller markvörður Sävehof átti stórleik, varði 22 skot, 50%. Sävehof komst í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum....
Arnór Atlason fagnaði sigri með liðsmönnum sínum í TTH Holstebro í gær þegar þeir lögðu neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar Lemvig, 39:28, á heimavelli í átjándu umferð deildarinnar og þeirri síðustu á árinu. Holstebro er í 10. sæti af 14...
Norska handknattleikskonan Henny Reistad var valin sú besta á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem lauk í Danmörku í kvöld með sigri Frakka á Noregi í úrslitaleik, 31:28.Reistad lék afar vel á mótinu, ekki síst í undanúrslitaleiknum gegn Dönum á...
Frakkar eru heimsmeistarar kvenna í handknattleik eftir sigur á heimsmeisturum Noregs frá 2021, 31:28, í úrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Frakkar verða heimsmeistarar í kvennaflokki í handbolta...
Heimsmeistaramóti kvenna, því 26., lauk í Herning í Danmörku í kvöld með sigri Frakka á Noregi í úrslitaleik, 31:28. Danir hrepptu þriðja sætið og Svíar það fjórða.Alls tóku landslið 32 þjóða þátt í mótinu sem hófst 29. nóvember...
Annað heimsmeistaramót kvenna í röð taka Danir við bronsverðlaunum þegar upp verður staðið. Danska landsliðið vann það sænska, 28:27, í leiknum um þriðja sæti mótsins í Jyske Bank Boxen í Herning í dag. Danska landsliðið hefur þar með unnið...
Í annað sinn á skömmum tíma kom hörmulegur upphafskafli þýska landsliðinu í koll á heimsmeistaramóti kvenna þegar liðið mætti hollenska landsliðinu í dag í leiknum um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu. Þýska liðið skoraði ekki mark fyrr en eftir rúmar...
Svartfellingar lögðu Tékka, 28:24, í morgun í fyrsta úrslitaleiknum af fjórum sem eru á dagskrá á síðasta leikdegi heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Jyske Bank Boxen íþróttahöllinni í Herning á Jótlandi. Leikurinn um 7. sætið hafði þann eina tilgang...
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark þegar Kolstad treysti stöðu sína í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld með öruggum sigri á ØIF Arendal, 34:28, í Sør Amfi í Arendal. Kolstad var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik,...
Sigur franska landsliðsins á Svíum í gær varð til þess að danska landsliðið varð það þriðja til þess að öðlast farseðil í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í sumar. Annað sæti Dana á EM tyggir danska landsliðinu keppnisréttinn. Danir geta...
Danska landsliðskonan Kathrine Heindahl skaddaði liðband í innanverðu hné í undanúrslitaleik Dana og Norðmanna á heimsmeistaramótinu í gær. Þetta segir í tilkynningu danska handknattleikssambandsins. Heindahl leikur þar af leiðandi ekki með danska landsliðinu á morgun gegn sænska landsliðinu í...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék með PAUC í gærkvöld þegar liðið vann óvæntan sigur á Nantes í frönsku 1. deildinni í handknattleik, 41:37, á heimavelli Nantes. Donni skoraði ekki mark á þeim mínútum sem hann tók þátt. Viktor Gísli Hallgrímsson...
Frakkland leikur við Noreg um heimsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á sunnudaginn eftir að hafa unnið sænska landsliðið mjög örugglega í síðari undanúrslitaleiknum á mótinu í kvöld, 37:28.Frakkland og Noregur áttust við í milliriðlakeppni HM 10. desember í Þrándheimi....
Norska handknattleikskonan Henny Ella Reistad fór með himinskautum í kvöld þegar hún skorað 15 mörk í 17 skotum í undanúrslitaleik Noregs og Danmerkur á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi.Hér fyrir neðan...
Henny Reistad skaut norska landsliðinu í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í kvöld. Hún skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu framlengingarinnar, 29:28, í frábærum undanúrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld.Noregur leikur þar með í níunda sinn til...