- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir komnir í annað sæti

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg færðust upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag í kjölfarið á öruggum sigri á Stuttgart á útivelli, 31:26, í tíundu umferð deildarinnar. Magdeburg hefur þar með 17 stig, er stigi á undan Melsungen sem tapaði fyrir efsta liðinu Füchse Berlin fyrir helgina.


Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, fyrir Magdeburg. Janus Daði Smárason skoraði tvisvar sinnum. Daninn Michael Damgaard var markahæstur með átta mörk. Kai Häfner var atkvæðamestur leikmanna Stuttgart með sex mörk.

Engin mörk

Eftir fimm sigurleiki í röð þá tapað Gummersbach í dag í heimsókn til Rhein-Neckar Löwen, 28:26. Íslendingarnir voru ekki áberandi við markaskorun í leiknum. Enginn þeirra komst á blað en Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason leika með Rhein-Neckar Löwen og Elliði Snær Viðarsson með Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari síðarnefnda liðsins.

Í þriðja leik dagsins í þýsku 1. deildinni hafði THW Kiel betur gegn Lemgo, 33:29, á heimavelli.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -