- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Pekeler greip til óþverrabragðs í grannaslag

Hendrik Pekeler gerðist sekur um að grípa til óþverrabragðs í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýski landsliðsmaðurinn Hendrik Pekeler og liðsmaður Kiel, greip til sannkallaðs óþverrbragðs í grannaslag Flensburg og Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hann greip í annan fótlegg sænska landsliðsmannsins Jim Gottfridsson þegar Svíinn stökk inn í vítateig Kiel-liðsins við hliðina á Pekeler. Myndskeið með atvikinu er að finna hér fyrir neðan.


Gottfridsson slapp við alvarleg meiðsli eftir bragð Pekelers í leiknum. Brotið slapp ekki framhjá árvökulum augum dómara leiksins. Pekeler fékk beint rautt spjald og Gottfridsson vítakast sem samherji hans skoraði úr. Ekki er er útilokað að Þjóðverjans bíði frekari refsins. Margir eru þó undrandi á að Pekeler slapp við bláa spjaldið.


Óþverrabragð Pekeler er hið þekkta „Júggabragð“ sem fyrst náðist á mynd Einars Ólafssonar í Þjóðviljanum 1987. Þá greip Zlatko Saracevic í annan fót Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í landsleik Ísland og Júgóslavíu í Laugardalshöll. Uppi höfðu verið grunsemdir um að þessu bragði væri beitt af júgóslavneskum handknattleiksmönnum en fyrsta staðfestingin var þessi einstaka mynd Einars sem í kjölfarið barst víða um heim.

Úrklippa úr Þjóðviljanum. Zlatko Saracevic grípur í hægri fótlegg Guðmundar Þórðar Guðmudssonar í landsleik Íslands og Júgóslavíu í Laugardalshöll 1987.


Afleiðingar brotsins geta verið mjög alvarlegar enda missa þeir fyrir því verða jafnvægið.


Flensburg vann leikinn með 13 marka mun, 36:23, sem metmunur á liðunum í grannaslag. Kiel var með tapað stöðu, 27:18, þegar Pekeler greip til bragðsins ljóta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -