- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum heiðarlegir í umsókn okkar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Jostein Sivertsen framkvæmdastjóri norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad segir félagið hafa verið heiðarlegt þegar sótt var um boðskort (wild card) um sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Hann mótmælir orðum Frank Bohmann framkvæmdastjóra þýsku deildarkeppninnar í samtali við Kieler Nachrichten um að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, eigi að afturkalla keppnisleyfi norska meistaraliðsins í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Eigum ekki „ríkan frænda“

Sivertsen segir í orðsendingu til norska blaðsins VG vegna ummæla Bohmann að enginn grundvöllur sé til þess að afturkalla keppnisleyfi Kolstad í Meistaradeildinni. „Við höfum verið heiðarlegir og ekki gert neitt sem ólöglegt er. Frá upphafi hefur legið fyrir að við eigum ekki „ríkan frænda sem bjargaði félaginu,“ segir Sivertsen meðal annars og segir unnið að úrbótum á fjárhag Kolstad.

Hafa trú á verkefninu

Sivertsen segir að fjárhagur Kolstad sé ekki slæmur frá degi til dags. Hinsvegar sé skýrt að fram til þessa hafi tekjur ekki verið í samræmi við væntingar. Hann og forráðamenn félagsins eru á hinn bóginn vissir um að með tímanum náist endar saman. Menn hafi trú á verkefninu. Sú vissa var einnig fyrir hendi þegar sótt var um þátttökuleyfi hjá EHF en það var gert áður en forráðamenn félagsins lögðu spilin á borðið fyrir leikmenn sína.

Dregið úr kostnaði

Flestir leikmenn auk þjálfara Kolstad hafa samþykkt að taka á sig allt að 30% lækkun launa til að draga úr kostnaði svo auðveldara verði að ná fjárhagslegum endum saman á komandi keppnistímabili.

Víst er að ekki hafa öll kurl komið til grafar í málinu og m.a. hefur Michael Wiederer, forseti EHF, krafist skýringa frá Kolstad.

Aðeins er ár liðið síðan Vardar Skopje var synjað um keppnisleyfi í Meistaradeild Evrópu vegna skulda, m.a. við EHF.

Uppfært:
Kåre Geir Lio formaður norska handknattleikssambandsins segir við TV2 í dag að þegar fregnir bárust út um fjárhagserfiðleika Kolstad hafi sambandið ekki haft vitnesku að vandi steðjaði félaginu. Allar umsóknir um þátttöku í Evrópukeppni félagsliða fari í gegnum sambandið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -