Vopnin snerust í höndum Sigvalda Björns Guðjónssonar og liðsmanna norska meistaraliðsins Kolstad í kvöld þegar þeir mættu HC Zagreb á heimavelli í 12. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kolstad þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að...
Valur vann stórsigur á HK, 39:24, eftir fremur ójafnan síðari hálfleik í 16. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höll Valsara í kvöld. Þar með hefur Valur minnkað forskotið á milli sín og FH niður í eitt stig en...
Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik hefur ekkert leikið með danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel síðan síðla í janúar eftir að hún fékk þungt höfuðhögg sem olli heilahristingi. Hún gat þar af leiðandi ekki gefið kost á sér í landsliðið sem mætir...
Nærri tvær vikur eru liðnar síðan það spurðist út með fréttum króatískra fjölmiðla að Dagur Sigurðsson væri efstur á óskalista króatíska handknattleikssambandsins í leit þess að þjálfara fyrir karlalandsliðið. Því var meira að segja haldið fram að samkomulag væri...
Arnór Atlason þjálfari TTH Holstebro mátti bíta í það súra epli að leikmenn hans töpuðu í gær á heimavelli, 35:34, fyrir grannliðinu Mors-Thy í upphafsleik 22. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þetta var um leið fyrsti sigur Mors-Thy í...
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í kvöld þegar Nantes vann pólska liðið Górnik Zabrze, 31:23, á heimavelli í annarri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli varði 17 skot, 43,6%, og átti þar af leiðandi stóran þátt...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, 32:31, í annarri umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Max...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í efsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts karla í Kaupmannahöfn 21. mars. Er það óbreytt frá því þegar dregið var í undankeppni EM2024 vorið 2022. Þá sat...
Valur mætir rúmenska liðinu Steaua Búkarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik en dregið var í morgun. Fyrri viðureignin verður í Búkarest 23. mars og sú síðari viku síðar í N1-höll Valsmanna við Hlíðarenda.
„Ég held að þetta sé...
Ragnheiður Sveinsdóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Ragnheiður sem er uppalin hjá Haukum hefur verið í mikilvægu hlutverki hjá liðinu bæði í vörn og sókn á þessu leiktímabili ásamt því síðasta.
Ragnheiður leikur...
Vlado Šola hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun karlalandsliðsins Svartfjallalands fram yfir heimsmeistaramótið sem fram fer í janúar á næsta ári í Danmörku, Króatíu og Noregi. Šola, sem er Króati og fyrrverandi markvörður, tók við þjálfun svartfellska landsliðsins...
Arnór Snær Óskarsson fékk draumabyrjun í fyrsta leik sínum fyrir Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Hann skoraði sex mörk í jafnmörgum skotum auk þess sem Gummersbach vann leikinn, sem var við Leipzig, 30:29. Þýski ...
Landsliðsmanninum Sigvalda Birni Guðjónsson líkar svo vel lífið hjá norska meistaraliðinu Kolstad í Þrándheimi að hann hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið, fram til loka leiktíðarinnar sumarið 2030. Frá þessu er sagt á heimsíðu Kolstad í...
Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna og ríkjandi Evrópumeistara ætlar að leika alvöru landsleiki í aðdraganda Ólympíuleika í sumar. Ákveðið hefur verið að norska landsliðið leiki tvisvar sinnum við heimsmeistara Frakka í byrjun júlí og mæti síðan danska...
Handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson, sem lék með ÍBV í rúm tvö ár, varð á laugardaginn bikarmeistari í heimalandi sínu, Færeyjum, með VÍF frá Vestmanna. VÍF vann Neistan frá Þórshöfn, uppeldisfélag Dánjals, 31:23, í úrslitaleik í Høllinni á Hálsi í Þórshöfn....