„Áhuginn er gríðarlega mikill og eftirspurnin eftir miðum alveg hreint rosaleg. Við munum gera okkar besta til þess að svara eftirspurninni en því miður er ljóst að færri muni fá miða en vilja einfaldlega vegna þess að aðstaðan sem...
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen standa vel að vígi í undanúrslitum um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss eftir að hafa unnið Pfadi Winterthur öðru sinni í gær, 37:34. Framlengingu þurfti til þess að knýja fram...
Vonir leikmanna danska liðsins EH Aalborg um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna á næstu leiktíð liðu undir lok í dag með öðru tapi fyrir Ajax í umspili, 29:26, á heimavelli. Fyrir viku tapaði EH Aalborg fyrri viðureigninni.
Andrea...
Liðsmenn Fredericia Håndboldklub, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, gulltryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik karla þegar þeir unnu Skanderborg Aarhus, 26:24, á útivelli í síðustu umferð riðlakeppni átta liða úrslita. Fredericia Håndboldklub hafnaði...
Oddaviðureign Aftureldingar og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik hefst klukkan 20.15 á þriðjudagskvöldið í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsæ. HSÍ staðfesti leiktímann rétt áðan.
Miðasala hefst á morgun, mánudag, klukkan 12 á Stubb og er ein víst að...
Afturelding knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við Hauka með sigri á Ásvöllum í dag, 31:30. Tæpari gat sigurinn ekki verið. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði sannkallað skot frá Tjörva Þorgeirssyni á síðustu sekúndu og kom þar með í veg fyrir...
Daníel Freyr Andrésson átti stór leik í marki Lemvig-Thyborøn í fyrsta leik liðsins við Team Sydhavsøerne í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann varði 12 skot, 50%, þann tíma sem hann stóð í...
Hæfileikamótun HSÍ fyrir krakka fædda 2009 fór fram í fjórða sinn á þessu tímabili í Kaplakrika um síðustu helgi. Að þessu sinni voru 110 krakkar boðaðir til þátttöku í æfingum yfir helgina frá 19 félögum.
Börn frá Víði Garði voru...
Bjarki Már Elísson var næst markahæstur hjá Telekom Veszprém í gær þegar liðið vann Kolmó, 39:32, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már skoraði átta mörk. Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur með 10 mörk. Telekom Veszprém...
U17 ára landslið karla í handknattleik mun standa í ströngu í sumar. Framundan er þátttaka í tveimur alþjóðlegum mótum. Fyrra mótið verður Opna Evrópumótið sem fram fer í Partille í Svíþjóð frá 3. til 7. júlí, samhliða hinu sívinsæla...
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafa valið hóp stúlkna til æfinga hjá U16 ára landsliðinu helgina 26. – 28. maí. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar verða kynntir á Sportabler á næstu dögum.Nánari upplýsingar veita...
Thea Imani Sturludóttir meiddist á ökkla á æfingu Valsliðsins á fimmtudagskvöld og fór ekki með Val til Vestmannaeyja í gær í fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Óvíst er hvort hún verður með í öðrum leik Vals...
Fyrsti úrslitaleikur Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld var aldrei sá spennuleikur sem vonir einhverra stóðu til. Fyrir utan fimm fyrstu mínúturnar voru yfirburðir Valskvenna miklir. Þær unnu mjög öruggan sigur, 30:23, eftir...
Grótta hefur krækt í tvo leikmennn frá Fram til þess að styrkja sveit sína fyrir átökin í Grill 66-deildinni á næsta keppnistímabili. Um er að ræða Daðeyju Ástu Hálfdánsdóttur og Tinnu Valgerði Gísladóttur. Sú síðarnefnda þekkir hvern krók á...
Dómarar leiks Aftureldingar og Hauka í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik hafa dregið til baka rauða spjaldið sem þeir gáfu Ihor Kopyshynskyi leikmanni Aftureldingar á síðustu sekúndum leiksins að Varmá í gærkvöld. Þeir viðurkenna mistök, segja ákvörðunina hafa verið...