Landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ýmir Örn Gíslason verða andstæðingar á morgun þegar lið þeirra, SC Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen, mætast í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handnattleik í Lanxes-Arena í Köln.
Ýmir Örn hafði betur í öðrum slag Íslendingaliða í...
ÍBV vann fyrsta vinninginn sem í boði var í rimmunni við Stjörnunnar í upphafsleik úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 37:33. ÍBV var yfir frá upphafi til enda og var einnig með fjögurra marka forskot að...
Hrannar Ingi Jóhannsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR. Hrannar, sem hefur undanfarin þrjú ár verið í stóru hlutverk í meistaraflokksliði ÍR-inga. Hrannar Ingi fylgir þar með í fótspor markvarðarins Ólafs Rafns Gíslasonar sem...
Víkingur og Fjölnir standa afar vel að vígi eftir fyrstu umferð fyrri hluta umspilsins um sæti í Olísdeild karla sem fram fór í kvöld. Bæði lið unnu sannfærandi sigri á andstæðingum sínum á heimavelli. Fjölnir lagði Þór, 30:22, í...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld og skoraði níu mörk þegar PAUC vann Créteil, 37:35, í hörkuleik í Aix-en-Provence, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Donni var markahæsti leikmaður vallarins. Honum héldu engin bönd og var sem...
Tveir úr Íslendingatríóin hjá Ribe-Esbjerg áttu stóran þátt í ævintýralegum endaspretti liðsins í kvöld þegar það skoraði sex mörk í röð á liðlega fjórum mínútum til þess að tryggja sér annað stigið á heimavelli í gegn Aalborg Håndbold í...
Stór áfangi er í höfn hjá kvennalandsliði Íslands í handknattleik vegna þess að það verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla undankeppni EM 2024 næsta fimmtudag. Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í morgun hvernig raðaðist í styrkleikaflokkana....
„Þorsteinn Leó hefur með frammistöðu sinni í vetur unnið fyrir því að vera valinn í hópinn. Einnig erum við að hugsa til framtíðar með því að gefa honum tækifæri,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara karlalandsliðsins í handknattleik um valið...
Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn úr leiktíðina 2025. Jens Bragi er aðeins 16 ára gamall en vakti verðskuldaða athygli fyrir mjög góða frammistöðu sem línumaður meistaraflokksliðs KA...
Markvörðurinn öflugi, Ólafur Rafn Gíslason, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR. Ólafur Rafn var einn besti markmaður deildarinnar og endaði með flest varin skot allra markmanna í vetur.
Í samantekt HBStatz kemur fram að Ólafur...
Ellert Scheving hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV. Hann tekur við af Vilmari Þór Bjarnasyni sem lætur af störfum í lok keppnistímabilsins eftir fjögur annasöm ár. Ellert og Vilmar Þór starfa hlið við hlið næstu vikur meðan sá...
Lettneski landsliðsmarkvörðurinn Roland Lebedevs hefur ákveðið að róa á ný mið eftir að hafa staðið á milli stanganna hjá handknattleiksliði Harðar á Ísafirði undanfarin fjögur ár.
Lebedevs kom til Harðar þegar lið félagsins var að stíga sín fyrstu skref...
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur aftur verið kallaður til móts við finnska landsliðið í handknattleik sem mætir landsliðum Noregs og Serbíu í undankeppni Evrópumótsins 27. og 30. þessa mánaðar. Æfingar hefjast nokkrum dögum fyrr í Vantaa í nágrenni Helsinki.
Þetta...
Sættir virðast hafa náðst á milli Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna. Að minnsta kosti eru báðir í 17 manna landsliðshópi sem Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson starfandi landsliðsþjálfari í handknattleik karla hafa valið til...
Rúnar Kárason leikmaður ÍBV er besti leikmaður Olísdeildar karla samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Í samantektinni er litið til allra tölfræðiþátta í 132 leikjum Olísdeildarinnar á keppnistímabilinu sem veitan tekur saman, jafnt í vörn sem sókn.
Rúnar skoraði átta mörk að...