- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Ólafur og félagar jöfnuðu metin í heimsókn til Bern

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk í dag þegar lið hans GC Amicitia Zürich jafnaði metin í rimmu sinni við BSV Bern í átta liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. GC Amicitia Zürich vann með þriggja marka mun...

Kvennalandsliðið er farið til Ungverjalands

Kvennalandsliðið í handknattleik hélt af landi í brott í morgun áleiðis til Ungverjalands með millilendingu í Amsterdam. Í Ungverjalandi leikur landsliðið á miðvikudaginn við Ungverja öðru sinni í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Sömu 16 leikmenn taki þátt í...

Afturelding nær í efnilegan miðjumann frá Haukum

Afturelding hefur krækt í 17 ára gamlan miðjumann frá Haukum, Gísla Rúnar Jóhannsson. Hann gengur formlega til liðs við Aftureldingu í sumar og hefur ritað undir þriggja ára samning þessu til staðfestingar, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar. Í tilkynningu...
- Auglýsing -

Kristrún og Lena Margrét bætast í hópinn á Selfossi

Handknattleikskonurnar Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu tveggja ára. Kristrún kemur til félagsins frá Fram en Lena Margrét úr Stjörnunni en hún er reyndar uppalin hjá Fram. Báðar söðla um í sumar....

Myndir: Sérsveitin leiddi áfram frábæra stemningu

Á annað þúsund áhorfendur lögðu leið sína á Ásvelli í gær til þess að fylgjast með landsleik Íslands og Ungverjalands í umspili fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna. Hvöttu þeir íslenska landsliðið með ráðum og dáð. Einnig var nokkur hópur...

Myndasyrpa frá landsleiknum á Ásvöllum

Kvennalandsliðinu tókst ekki gera landsliði Ungverja skráveifu í fyrri viðureigninni í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fór á Ásvöllum í gær. Ungverjar fögnuðu fjögurra marka sigri, 25:21. Ekki er öll nótt úti hjá íslenska liðinu....
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Aðalsteinn, Oddur, Daníel, Sveinn, Tryggvi, Noregur

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen í gær þegar liðið vann HSC Suhr Aarau öðru sinni í átta liða úrslitum svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær, 35:24. Leikurinn fór fram í Aarau. Næsti...

Viktor Gísli og félagar hleyptu aukinni spennu í toppbaráttuna

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes unnu efsta lið frönsku 1. deildarinnar, Montpellier, með eins marks mun í æsilega spennandi leik í Nantes í kvöld, 29:28. Þar með er toppbaráttan orðin galopin og alvöru þriggja liða barátta þegar...

Förum út til þess að vinna

„Þetta var ansi kaflaskipt hjá okkur en á milli voru góðir kaflar sem við verðum að taka með okkur og byggja ofan á fyrir síðari leikinn. Eins verðum við að fara vel yfir það sem illa gekk með það...
- Auglýsing -

„Eigum helling inni“

„Úr því sem komið var þá er kannski allt í lagi að tapa á móti þessu liði með fjögurra marka mun en mér finnst við eiga helling inni,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik þegar handbolti.is hitti hana...

Þurfa að vinna upp fjögurra marka tap í Érd

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði fyrri viðureigninni við Ungverja í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu með fjögurra marka mun, 25:21, á Ásvöllum í dag. Ungverjar voru fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 14:10. Síðari viðureign liðanna verður í...

Bjarki Már leikur til úrslita á morgun

Bjarki Már Elísson leikur til úrslita í ungversku bikarkeppninni í handknattleik með samherjum sínum í Telekom Veszprém eftir sigur á MOL Tatabánya KC, 26:22, í undanúrslitaleik í dag. Í úrslitaleik mætir Veszprém annað hvort Pick Szeged eða Dabas sem...
- Auglýsing -

Molakaffi: Þórey Rósa, dómarar, Hannes Jón, miðasala, Ovcina féll

Þórey Rósa Stefánsdóttir leikur sinn 120. A-landsleik fyrir Ísland í dag þegar íslenska landsliðið mætir Ungverjum á Ásvöllum í fyrri umferð umspilskeppninnar um sæti á HM. Flautað verður til leiks klukkan 16. Þórey Rósa er leikreyndasti leikmaður landsliðsins um...

Egill Már og félagar eru úr leik – meiðsli settu strik í reikninginn hjá StÍF

Egill Már Hjartarson og félagar í StÍF eru úr leik eftir eins marks tap fyrir Neistanum, 31:30, á heimavelli, Höllinni á Skála, í átta liða úrslitum færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Vegna meiðsla gat Egill Már aðeins leikið með...

Bjartsýn á góðan leik og hagstæð úrslit

„Þetta er bara ótrúlega spennandi leikir að mínu mati. Ég er jákvæð og bjartsýn,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður EH Aalborg um væntanlega leiki við Ungverja í umspili fyrir HM kvenna í handknattleik sem standa fyrir dyrum. Fyrri...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -