Hörður á Ísafirði hóf keppni í Olísdeild karla með sóma í kvöld þegar liðið sótti þrefalda ríkjandi meistara Vals heim í Origohöllina. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þegar leikmenn nýliðanna voru haldnir sviðskrekk þá sóttu þeir í sig veðrið í...
Valur vann öruggan sigur á Haukum, 37:22, í fyrsta leik liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origohöllinni í kvöld. Því miður var leikurinn aldrei spennandi, slíkir voru yfirburðir Valsliðsins sem hafði níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik,...
Ágústa Þóra Ágústsdóttir hefur verið lánuð til nýliða Selfoss frá Val og verður gjaldgeng með Selfossliðinu á morgun þegar það sækir HK heim í Kórinn í 1. umferð Olísdeildarinnar. Ásdís Þóra hefur síðustu daga æft með Selfossliðinu og líkað...
Engan bilbug er að finna á handknattleiksdómaranum og Mývetningnum Bóasi Berki Bóassyni þótt hann hafi orðið sextugur á dögunum. Áfram dæmir hann kappleiki í efstu deildum karla og kvenna og gefur yngri mönnum ekkert eftir.
Bóas Börkur dæmdi í gærkvöld...
Þrír leikir fara fram í Olísdeildum kvenna og karla í kvöld eftir hörkuleiki og óvænt úrslit í viðureignum gærkvöldsins.Áfram verður leikið í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna sem hófst í gær með sigri Stjörnunnar á Fram í TM-höllinnni, 26:20.
Bikarmeistarar...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti sannkallaðan stórleik í gærkvöld þegar hann skoraði 10 mörk og var markahæstur leikmanna PAUC þegar þeir unnu Istres, 35:26, á heimavelli í upphafsleik annarrar umferðar frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þetta var í fyrsta...
Óhætt er að segja að einhver óvæntustu úrslit um árabil í Olísdeild karla hafi orðið í kvöld þegar nýliðar ÍR unnu Hauka með fimm marka mun í nýju íþróttahúsi ÍR-inga við Skógarsel í Breiðholti, 34:29, eftir hafa verið sjö...
Stjarnan vann Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olísdeildar kvenna í handknattleik í TM-höllinni í kvöld, 26:20, eftir að hafa einnig verið með sex marka forskot eftir fyrri hálfleik, 13:7.
Sigur kemur e.t.v. á óvart í ljósi þess að Fram tók Stjörnuna...
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá þýska meistaraliðinu Magdeburg þegar liðið vann Dinamo í Búkarest í Rúmeníu í 1. umferð Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld, 30:28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik 16:16.
Ómar...
Hulda Dís Þrastardóttir, sem gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Selfoss í sumar frá Val, varð fyrir því óláni að slíta krossband eftir að hafa æft með Selfossliðinu í fáeinar vikur í sumar. Af því leiðir að hún leikur...
Kórdrengir, sem leika í Grill66-deild karla, færa sig um set á keppnistímabilinu sem er framundan. Þeir verða með bækistöðvar á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka. Á síðasta keppnistímabili léku Kórdrengir heimaleiki sína í Digranesi en stunduðu æfingar víðsvegar um...
Fimm leikmenn U18 ára landsliðs kvenna, sem hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu í síðasta mánuði, voru í dag valdir í 22 kvenna landsliðshóp sem verður saman við æfingar undir stjórn Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara frá 26....
Keppni hefst annað kvöld í Olísdeild kvenna í handknattleik með viðureign Stjörnunnar og Fram í TM-höllinni í Garðabæ. Einn leikur verður á föstudag og tveir á laugardaginn þegar 1. umferð lýkur.
Leikir 1. umferðar Olísdeildar kvenna
Fimmtudagur 15. september:
TM-höllin: Stjarnan -...
Ísraelska handknattleikssambandið hefur ákveðið að skipta um mann í brúnni á skútu karlalandsliðsins áður en að undankeppni Evrópumótsins hefst með leik við Íslendinga á Ásvöllum 12. október nk. Serbinn Dragan Djukic hefur tekið við þjálfun karlalandsliðsins af Oleg Boutenko...
Handknattleikskonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur verið með á æfingum Selfossliðsins síðustu daga. Svo kann að fara að hún leiki með Selfoss í Olísdeildinni. Það skýrist væntanlega fyrir lok vikunnar eftir því sem handbolti.is hefur hlerað. Ásdís Þóra flutti heim...