- Auglýsing -

Spá handbolta.is í Olísdeild kvenna og helstu breytingar

Fram er Íslandsmeistari í handknattleik kvenna 2022. Mynd/Ívar

Keppni hefst annað kvöld í Olísdeild kvenna í handknattleik með viðureign Stjörnunnar og Fram í TM-höllinni í Garðabæ. Einn leikur verður á föstudag og tveir á laugardaginn þegar 1. umferð lýkur.

Leikir 1. umferðar Olísdeildar kvenna
Fimmtudagur 15. september:
TM-höllin: Stjarnan - Fram, kl. 18.
Föstudagur 16. september:
Origohöllin: Valur - Haukar, kl. 18.
Laugardagur 17. september:
Vestmannaeyjar: ÍBV - KA/Þór, kl. 13.30.
Kórinn: HK - Selfoss, kl. 18.

Eins og áður þá kljást átta lið næstu mánuði um deildarmeistaratitilinn og sæti á meðal sex efstu liðanna sem taka þátt í úrslitakeppninni. Liðið sem hafnar í sjöunda sæti tekur þátt í umspili við lið úr Grill66-deildinni og veru í Olísdeildinni leiktíðina 2023/2024. Leikmenn neðsta liðsins verða að sætta sig við að falla niður í Grill66-deildina.


Ráðgert er að 21. og síðasta umferð Olísdeildar kvenna fari fram laugardaginn 1. apríl, daginn fyrir pálmasunnudag.


Þótt ekki hafi vantað spár um gengi liðanna átta í Olísdeildinni á komandi keppnistímabili þá ákvað handbolti.is að bæta við niðurstöðu einnar spár. Leitað var til valinkunnra áhugamanna um handknattleik.


Hér fyrir neðan er niðurstaða spá vina og velunnara handbolta.is um röð liðanna átta í Olísdeild kvenna. Ennfremur er um leið tíundaðar helstu breytingar á leikmannhópum og þjálfaraskipti.

1. Fram

Komnar: Arna Sif Pálsdóttir frá Val, Soffía Steingrímsdóttir frá Gróttu, Hekla Rún Ámundadóttir frá Haukum.
Hermt er að á næstunni gangi hægri handarskytta frá Svartfjallalandi og örvhent skytta frá Finnlandi til liðs við Fram.

Farnar: Sara Xiao Reykdal til Víkings, Margrét Björg Castillo til Gróttu, Emma Olsson til Borussia Dortmund, Hildur Þorgeirsdóttir er hætt, Stella Sigurðardóttir er hætt. Óvissa ríkir um það hvenær Ragnheiður Júlíusdóttir getur snúið til baka út á keppnisvöllinn eftir veikindi.

Þjálfari er Stefán Arnarson.

2. Valur

Komnar: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir frá FH, Lilja Ágústsdóttir frá Lugi, Ásdís Þóra Ágústsdóttir frá Lugi (fer kannski á lán til Selfoss), Sara Dögg Hjaltadóttir frá Gjerpen HK Skien.

Farnar: Lovísa Thompson til Ringkøbing Håndbold, Ragnheiður Sveinsdóttir til Hauka, Arna Sif Pálsdóttir til Fram, Hulda Dís Þrastardóttir til Selfoss, Ída Margrét Stefánsdóttir til Gróttu (að láni), Signý Pála Pálsdóttir til Gróttu (að láni), Saga Sif Gísladóttir er í fæðingarorlofi.

Þjálfari er Ágúst Þór Jóhannsson.

3. ÍBV

Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum, Dröfn Haraldsdóttir markvörður tók fram skóna, Ólöf Maren Bjarnadóttir frá Haukum (var á láni frá Haukum á síðasta tímabili).

Farnar: Aníta Björk Valgeirsdóttir til FH, Lina Cardell til Kärra HF, Erla Rós Sigmarsdóttir er hætt, Þóra Björg Stefánsdóttir er hætt.

Þjálfari er Sigurður Bragason.

4. Stjarnan

Komin: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu.

Farnar: Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR, Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka, Katla María Magnúsdóttir til Selfoss, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR, Tinna Húnbjörg Einarsdóttir er hætt.

Þjálfari er Hrannar Guðmundsson.

5. KA/Þór

Komnar: Engin.

Farnar: Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara HF, Ásdís Guðmundsdóttir til Skara HF, Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda, Sunna Guðrún Pétursdóttir til GC Amicitia Zürich.

Þjálfari er Andri Snær Stefánsson.

6. Haukar

Komnar: Ena Car frá ZRK Koka Varazdin, Lara Zidek frá ZRK Koka Varazdin, Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val, Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni.

Farnar: Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV, Berta Rut Harðardóttir til Holstebro, Guðrún Jenný Sigurðardóttir til Víkings, Hekla Rún Ámundadóttir til Fram, Sara Odden til BSV Sachsen Zwickau.

Þjálfari er Ragnar Hermannsson.

7. Selfoss

Komnar: Hulda Dís Þrastardóttir frá Val, Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni, Cornelia Hermansson frá Kärra HF.

Farin: Mina Mandic til Aftureldingar.

Þjálfari er Eyþór Lárusson.

8. HK

Komnar: Engin.

Farnar: Alexandra Líf Arnarsdóttir til Frerikstad, Hafdís Shizuka Iura til Víkings, Sigríður Hauksdóttir til Vals, Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds, Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu, Bára Björg Ólafsdóttir til FH, Telma Medos til FH, Karen Hrund Logadóttir til FH.

Tinna Sól Björgvinsdóttir fékk höfuðhögg í október 2022. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort hún verður með í vetur.

Þjálfari er Samúel Ívar Árnason.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -