Hafdís Renötudóttir markvörður Fram lék í gær sinn fyrsta kappleik síðan í byrjun mars á síðasta ári þegar hún stóð í marki Fram í úrslitaleik Coca Cola-bikarkeppninnar í Laugardalshöll. Þá eins og nú var andstæðingurinn KA/Þór og í gær...
Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar LK Zug vann Herzogenbuchsee, 27:24, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Harpa og félagar eru ríkjandi meistarar í Sviss. Afar góður leikur Elínar Jónu Þorsteinsdóttur, landsliðsmarkvarðar, dugði skammt...
Nær fullvíst er að báðar viðureignir Íslandsmeistara KA/Þórs við KHF Istogu frá Kósovó í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar fari fram ytra. Akureyri.net hefur í dag eftir Erlingi Kristjánssyni, formanni kvennaráðs KA/Þórs, að það komi betur úr fjárhagslega að leika báða...
„Þetta var hrikalega mikilvægur sigur í mjög erfiðum leik,“ sagði Elías Már Halldórsson þjálfari kvennaliðs Fredrikstad Bkl við handbolta.is í dag eftir að lið hans fagnaði sínum fyrsta sigri í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Fredrikstad Bkl sótti tvö stig...
Orri Freyr Þorkelsson fór á kostum í fyrsta heimaleiknum í dag með Elverum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið vann Haslum, 37:21, í annarri umferð deildarinnar. Orri Freyr skoraði níu mörk í 11 tilraunum og var markahæsti leikmaður...
„Ég verð að horfa á síðari hálfleikinn aftur til þess að leita að almennilegum skýringum á því sem miður fór. Það má segja að það hafi verið sama hvað við reyndum, ekkert gekk upp,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari...
„Þessi leikur skipti okkur mjög miklu máli eins og þú sást. Við mættum mjög vel stemmdar og fögnuðum þessum sigri mjög vel enda berum við virðingu fyrir öllum titlum sem eru í boði. Okkur langar alltaf að vinna,“ sagði...
Fram vann Íslandsmeistara KA/Þór örugglega, 28:21, meistarakeppni HSÍ í handknattleik kvenna í KA-heimilinu í dag og náði þar með að svara fyrir tap í meistarakeppninni fyrir ári síðan þegar KA/Þór vann sinn fyrsta stóra bikar. Staðan var jöfn, 11:11,...
Handknattleiksdeild ÍBV staðfesti í gær að Grímur Hergeirsson hafi samið við deildina um að þjálfara meistaraflokkslið karla með Erlingi Richardssyni á komandi leiktíð. Nokkuð er síðan handbolti.is sagði frá þessu enda var Grímur með ÍBV-liðinu ásamt Erlingi á Ragnarsmótinu...
Bjarki Már Elísson og samherjar í bikarmeistaraliði Lemgo töpuðu naumlega fyrir Þýskalandsmeisturum THW Kiel, 30:29, í meistarakeppninni í handknattleik í kvöld. Kiel var þremur mörkum yfir, 17:14, að loknum fyrri hálfleik og hélt yfirhöndinni lengst af í leiknum.Leikmenn Lemgo...
Íslandsmeistarar Vals eru komnir áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla eftir eins marks sigur í dag á RK Porec, 22:21, og samanlagt 44:39, eftir tvo leiki. Valsmenn unnu einnig fyrri leikinn í gær, 22:18. Báðar viðureignir fór...
Það skiptust á skin og skúrir hjá íslensku handknattleiksmönnunum í sænsku bikarkeppninni í dag. Daníel Freyr Andrésson og Aron Dagur Pálsson fögnuðu sigri en Teitur Örn Einarsson og félagar töpuðu.Daníel Freyr stóð í marki Guif frá Eskilstuna þegar liðið...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í danska liðinu GOG komust í dag í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik með 11 marka sigri á Celje Lasko frá Slóveníu, 36:25. Leikið var í Danmörku og þurfti GOG að vinna upp fjögurra...
Færeyingar láta hendur standa fram úr ermum í bókstaflegri merkingu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarhallar fyrir handknattleik og fleiri innanhússíþróttir.Á dögunum vann U19 ára landslið karla B-keppni Evrópumeistaramótið í handknattleik karla og leikur í fyrsta sinn í lokakeppni...
Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye, en hjá því starfar Roland Eradze sem aðstoðarþjálfari, leikur um þriðja sæti í Austur-Evrópudeildinni, SHEA Gazprom League, í handknattleik karla á morgun gegn Meshkov Brest. Motor tapaði í gær fyrir Veszrpém í undanúrslitum, 36:29, eftir...