Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur til tveggja ára en hún er að ljúka sínu öðru keppnistímabili með Eyjaliðinu.
Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að...
Morten Stig Christensen formaður danska handknattleikssambandsins segir að Danir séu almennt tilbúnir að styðja við bakið á systrasamböndum á Norðurlöndum enda viti hann ekki betur en það sé gagnkvæmt. Þetta segir hann í svari við fyrirspurn Vísis um hvort...
Tess Wester, markvörður hollenska landsliðsins í handknattleik kvenna, kveður CSM Búkarest í sumar. Hún segir óvíst hvað taki við hjá sér. Alveg eins komi til greina að leika með félagsliði heima í Hollandi. West hefur verið helsti markvörður hollenska...
Eyþór Hilmarsson leikmaður Kórdrengja hefur næsta keppnistímabil í leikbanni eftir að hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í dag. Eyþór hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots, eins og segir í úrskurðinum, í síðari...
Magdeburg stendur vel að vígi eftir þriggja marka sigur á franska liðinu Nantes, 28:25, í kvöld í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum keppninnar. Leikið var í Nantes og voru heimamenn yfir, 13:11, að loknum fyrri hálfleik. Magdeburgliðið...
Nokkuð hefur verið um staðfestingar á félagaskiptum á síðustu vikum og mánuðum. Skiptum sem taka gildi við lok yfirstandandi leiktíðar. Handbolti.is hefur tekið saman það helsta sem rekið hefur á fjörunar og staðfest hefur um breytingar sem eiga sér...
Oddaleikir tveir í átta liða úrslitum Olísdeildar karla sem standa fyrir dyrum fara fram á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Annað kvöld mætast Haukar og KA á Ásvöllum klukkan 19.30 og verður þá leikið til þrautar.
Á fimmtudagskvöld koma leikmenn Selfoss í...
Haukar knúðu fram oddaleik í rimmu sinni við KA í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöld með eins marks sigri, 23:22, í KA-heimilinu. Eftir tvo leiki er staðan jöfn, 52:52, eftir 30:29, sigur KA í fyrsta...
Viktor Gísli Hallgrímsson er í úrvalsliði fyrstu umferðar úrslitakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann átti stórleik með GOG gegn Ribe Esbjerg í tveggja mark sigri GOG á laugardaginn, 28:26. Viktor Gisli varði 20 skot, 44% markvörslu, og var maðurinn...
FH-ingar fór á kostum í Sethöllinni á Selfossi í kvöld þegar þeir unnu afar sannfærandi sigur á liði Selfoss, 27:22. Þar með kemur til oddaleiks á milli liðanna á fimmtudagskvöldið í Kaplakrika. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
FH-liðið byrjaði...
Haukum tókst að knýja fram oddaleik í rimmu sinni við KA í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik með eins marks sigri, 23:22, í KA-heimilinu í kvöld. Oddaleikurinn verður á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið og hefst klukkan 19.30. Eftir...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen verður frá keppni næstu fimm mánuði vegna alvarlegra axlarmeiðsla sem hann varð fyrir í landsleik Íslands og Austurríki í umspili um HM-sæti í Bregenz 13. apríl.
Melsungen...
Hornamaðurinn eldfljóti, Dagur Gautason, hefur ákveðið að snúa aftur til uppeldisfélags síns, KA, eftir tveggja ára veru hjá Stjörnunni. Frá þessu er greint á heimasíðu KA, daginn eftir að Stjarnan heltist úr lestinni í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn...
Góðar fréttir berast frá kvennaliði Stjörnunnar nokkrum dögum áður en úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst. Svartfellski markvörðurinn Darija Zecevic hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjörnunnar.
Zecevic kom til Stjörnunnar á síðasta sumri...
ÍBV samdi í gær við færeyskan vinstri hornamann Janus Dam Djurhuus fyrir næsta keppnistímabil. Djurhus sem kemur frá færeyska meistaraliðinu H71 sem varð bæði færeyskur meistari og bikarmeistari á keppnistímabilinu sem lauk á dögunum. Lék piltur stórt hlutverk í...