Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk þegar lið hans PAUC vann Créteil örugglega á heimavelli, 30:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. PAUC er í þriðja sæti með 34 stig eftir 23 leiki. Nantes situr í...
Hörður á Ísafirði leikur í Olísdeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hörður tryggði sér sigur í deildinni í kvöld með því að leggja Þór Akureyri, 25:19, í lokaumferðinni á Ísafirði í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem...
Sænska handknattleikskonan Emma Olsson hefur samið við þýsku meistarana Borussia Dortmund og kveður þar með herbúðir Fram þegar keppnistímabilinu lýkur eftir eins árs veru. Um svipað leyti flytur Fram herbúðir sínar úr Safamýri og í Úlfarsárdal.
Á heimasíðu Borussia Dortmund...
„Það var glatt á hjalla eftir leikinn en ég býst við og vona að meira fjör verði á sunnudaginn eftir síðasta leikinn. Við reiknum með að ná að fylla keppnishöllina af áhorfendum og mynda gríðargóða stemningu,“ sagði Halldór Stefán...
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U18 ára landsliðs kvenna hafa valið 27 leikmenn til að koma saman til æfinga 21.– 24. apríl. Æfingarnar verða á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum, segir í...
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður efsta liðs þýsku 1. deildarinnar, SC Magdeburg, er á batavegi eftir að hafa fengið högg á vinstra lærið í síðari viðureign SC Magdeburg og Sporting Lissabon í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar...
Lokaumferð Grill66-deild karla í handknattleik fer fram í kvöld. Fimm leikir verða á dagskrá og hefjast þeir klukkan 19.30. Næsta víst er að víða mun sjóða á keipum og siglt verður svo djarft að freyði um bóg og borð,...
Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans Nancy tapaði enn einum leiknum í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Að þessu sinni tapaði liðið fyrir Dunkerque, 31:27, á heimavelli. Nancy vermir botnsæti deildarinnar...
Selfoss innsiglaði sigur sinn í Grill66-deild kvenna í kvöld með stórsigri á ungmennaliði ÍBV, 37:25, í næst síðasta leik sínum í deildinni á keppnistímabilinu. Þar með er ennfremur ljóst að Selfoss tekur sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð...
Svo kann að fara að Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu verði að súpa seyðið af orðum sem hann lét sér um munn fara í gærkvöld eftir viðureign ÍBV og Gróttu í Olísdeild karla.
Vísir segir frá að framkvæmdastjóri HSÍ hafi...
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og markvörður Vals fékk höfuðhögg á æfingu í fyrrakvöld. Sökum þess lék hann ekki með Val í sigurleiknum á Haukum í Olísdeildinni í gærkvöld.
Björgvin Páll segir í samtali við RÚV binda vonir við...
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk, átti eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði naumlega fyrir Thüringer, 24:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. BSV Sachsen Zwickau er...
Kvennalið ÍR hefur ekki lagt árar í bát þótt vonin um efsta sæti Grill66-deildarinnar hafi dofnað með tapinu fyrir Selfoss í síðustu viku. ÍR-liðið vann Víkinga í kvöld, 34:31, í Austurbergi í næst síðasta leik sínum í deildinni eftir...
Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á næsta sunnudag. Að vanda hefjast allir leikir á sama tíma. Til stendur að flauta til leiks stundvíslega klukkan 18.
Ekki liggur fyrir hver verður deildarmeistari. Þar koma Valur og Haukar...
Halldór Stefán Haraldsson stýrir Volda í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna á næsta keppnistímabili. Þetta varð staðreynd í dag þegar Volda vann Levanger örugglega á heimavelli, 36:22, í næst síðustu umferð deildarinnar.
Fyrir síðustu umferðina hefur Volda tveggja stiga...