Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad þegar liðið vann Lugi, 37:23, í fyrri viðureign liðanna í sænsku bikarkeppninni í gærkvöld. Síðari viðureignin verður í Lundi á laugardaginn.Örn Vésteinsson Östenberg skoraði fimm mörk fyrir Tønsberg Nøtterøy í norsku úrvalsdeildinni...
„Leikurinn við Hauka í deildinni um síðustu helgi sýndi að það vantar meiri stöðugleika hjá okkur. Honum verðum við meðal annars að ná fram gegn Val í undanúrslitaleiknum í Coca Cola-bikarnum til þess að vinna,“ sagði hin þrautreynda handknattleikskona...
Orri Freyr Þorkelsson kom lítið við sögu í kvöld þegar lið hans Elverum krækti í eitt stig í heimsókn sinni til HC PPD Zagreb í höfuðborg Króatíu, 27:27. Zagreb-liðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Þetta...
Íslendingarnir Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson fögnuðu sigri með samherjum sínum í Vive Kielce í kvöld er þeir sóttu Motor Zaporozhye heim í þriðju umferð Meistaradeildar karla í handknattleik, 26:25, í hörkuleik í Zaporozhye í Úkraínu. Roland Eradze...
„Annað hvort eru leikir Vals og Fram jafnir eða þá að við lendum í eltingaleik við Framliðið. Þannig finnst mér leikir okkar og Fram hafa verið síðustu ár,“ sagði Lovísa Thompson, landsliðskona og leikmaður Vals, þegar handbolti.is hitti hana...
FH á núna sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvennaflokki, Coca Cola-bikarnum, í fyrsta sinn frá árinu 2012. Fanney Þóra Þórsdóttir, fyrirliði FH-inga, segir mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum FH fyrir undanúrslitaleiknum við Íslandsmeistara KA/Þórs sem hefst klukkan 20.30 á...
Þrjú erindi voru tekin fyrir á fundi aganefnda HSÍ í gær og lauk þeim öllum án úrskurðar um leikbann en hlut að málum áttu m.a. tveir leikmenn sem taka þátt í undanúrslitaleikjum Coca Cola bikars karla í handknattleik í...
Íslenskir handknattleiksmenn koma við sögu hjá fimm af 24 liðum sem taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar karla í vetur. SC Magdeburg, TBV Lemgo, PAUC Handball, GOG Håndbold og Kadetten Schaffhausen.Eftir að undankeppninni lauk í gærkvöld liggja fyrir heiti þeirra...
„Þær voru lykilmenn í landsliðinu um árabil og eru þekktar fyrir að vera sterkir karakterar og sigurvegarar sem við fögnum að fá til liðs við okkur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í gær, þegar greint var frá ráðningu Önnu...
Nefnd sem ætlað er að móta stefnu til framtíðar fyrir kvennahandknattleik hér á landi mun væntanlega skila af sér skýrslu í nóvember að sögn Guðmundar B. Ólafssonar formanns Handknattleikssambands Íslands. Samþykkt var á ársþingi HSÍ um miðjan apríl að...
Spánverjinn Roberto Garcia Parrondo var í gær ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen sem Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika með. Forráðamenn Melsungen hafa verið í þjálfaraleit undanfarna daga eftir að fyrri þjálfari var...
Selfoss vann inn sín fyrstu stig í Olísdeild karla er liðið vann FH, 27:23, í Set-höllinni á Selfossi í kvöld í viðureign sem fresta varð úr 1. umferð vegna þátttöku Selfossliðsins í Evrópubikarkeppninni í handknattleik fyrr í þessum mánuði....
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik eftir hetjulega frammistöðu gegn þýsku bikarmeisturunum Lemgo í tveimur leikjum, samtals 54:47. Valur tapaði í kvöld með sex marka mun í Phoenix Contact Arena í Lemgo, 27:21, eftir að hafa...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC-Aix komust í kvöld riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu stórsigur á ÖIF Arendal frá Noregi, 40:22, í síðari leik liðanna í Frakklandi.Jafntefli varð í fyrri viðureigninni, 27:27. Donni var markahæstur hjá...
Þýsku bikarmeistararnir TBV Lemgo og Íslandsmeistarar Vals mættust öðru sinni í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Phoenix Contact Arena í Lemgo kl. 18.45 í kvöld. Lemgo vann leikinn, 27:21, og er komið áfram. Frásögn að leiknum...