Fréttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði leikurinn á einni viku

Í annað sinn á innan við viku unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í bikarmeistaraliði GOG Óðin Þór Ríkharðsson og samherja í Team Tvis Holstebro, TTH, í kvöld þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 36:31. GOG vann...

Guðjón Valur og Elliði Snær byrja vel

Guðjón Valur Sigurðsson byrjaði þjálfaraferil sinn á sigri í upphafsleik Gummersbach í þýsku 2.deildinni í handknattleik þegar liðið sótti VfL Lübeck-Schwartau heim, 27:25. Gummersbach var marki yfir í hálfleik, 14:13. Eyjapeyinn Elliði Snær Viðarsson getur líka afar vel við unað...

Teitur Örn með 5 og Kristianstad eitt efst

Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson eitt þegar IFK Kristianstad tyllti sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir sigur á IFK Ystads, 29:24. Kristianstad er eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað stigi fram...
- Auglýsing -

Ein sú besta úr leik

Kvennalið Vals í handknattleik hefur orðið fyrir annarri blóðtöku á skömmum tíma. Ein reynslumesta handknattleikskona landsins, Arna Sif Pálsdóttir, leikur ekki með liðinu fyrr en í janúar eða jafnvel getur það dregist fram í febrúar að hún birtist á...

Frestað hjá Kristjáni Erni

Fyrsta heimaleik Kristjáns Arnar Kristjánssonar með franska liðinu PAUC sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað en liðið átti að taka á móti Montpellier. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að verulegar takmarkanir eru á komu áhorfenda...

Þrír sterkir fjarverandi hjá Val

Valsmenn verða að minnsta kosti án þriggja sterkra leikmanna í kvöld þegar þeir mæta Haukum í Olísdeild karla í handknattleik. Eftir því sem næst verður komist verða Róbert Aron Hostert, Þorgils Jón Svölu Baldursson og Stiven Tobar Valencia ekki...
- Auglýsing -

Þórir og stöllur skelltu Dönum

Þórir Hergeirsson og norska landsliðið fór afar vel af stað á fjögurra liða æfingamóti í Horsens í Danmörku í gær, Golden league, sem er upphitunarmót fyrir EM sem fram fer í Danmörku og í Noregi í desember. Norska landsliðið tók...

Nokkrar perlur frá Aroni og félögum – myndskeið

Aron Pálmarsson fór á kostum með Barcelona í gær þegar liðið vann Nantes, 35:27, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Aron skoraði sex mörk í sjö skotum, átti einnig nokkrar stoðsendingar. Hér má sjá nokkrar af perlum Arons og samherja...

Þrjár hörku viðureignir framundan

Fjórða umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöldi í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi þar sem Afturelding vann Gróttu, 20:17. Keppni verður framhaldið í kvöld þegar þrír leikir verða flautaðir á klukkan 19.30. Á Selfossi taka heimamenn á móti FH-ingum í Hleðsluhöllinni....
- Auglýsing -

Betri fréttir af Hauki

Í nýrri frétt á heimasíðu pólska liðsins Vive Kielce segir að meiri bjartsýni ríki en áður um að meiðsli Hauks Þrastarsonar séu ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Við skoðun bendir margt til þess að fremra krossband...

ÍBV staðfestir alvarleg meiðsli Ásgeirs Snæs

Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður ÍBV, verður að minnsta kosti frá keppni í fjóra til fimm mánuði eftir að hann fór úr axlarlið eftir að hafa lent harkalega í gólfinu eftir hrindingu í viðureign ÍBV og Vals í...

Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til

Örvhenta skyttan Ari Magnús Þorgeirsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH. Ari Magnús lagði skóna á hilluna í sumar en síðastliðin tímabil hefur hann leikið með liði Stjörnunnar við góðan orðstír. Hann er öllum hnútum kunnugur í Kaplakrika...
- Auglýsing -

Íslendingar í eldlínu Evrópudeildar

Þrjú svokölluð Íslendingalið drógust saman í riðil í Evrópudeildinni í handknattleik karla þegar dregið var í riðla keppninnar á tíunda tímanum í morgun. Alls voru nöfn 24 liða í pottinum og voru þau dregin í fjóra riðla með sex...

Aron og félagar léku á als oddi

Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona sýndu nokkrar af sínum bestu hliðum í gærkvöld þegar þeir unnu sinn þriðja leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, 35:27, í heimsókn sinni til Nantes í Frakklandi. Barcelona var þremur mörkum yfir í...

Hundfúll með sóknina og haltrandi dómara

„Það er hundfúlt að sóknar frammistaða okkar hafi ekki verið betri í kvöld miðað við það sem við leggjum í leikinn varnarlega og með þessa markvörslu,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu eftir tapið fyrir Aftureldingu í Olísdeild karla...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -