A- og B-landslið kvenna í handknattleik komu til Cheb í Tékklandi í gærkvöld þar sem þau verða við æfingar og keppni fram á laugardag. Í dag æfðu bæði lið af miklu kappi og lögð á ráðin fyrir leikina sem...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðshópnum sem heldur til Tékklands í fyrramálið.Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram kemur inn fyrir Tinnu Sól Björgvinsdóttur leikmann HK sem er frá vegna meiðsla.A og B landslið...
Þjálfarateymi A- og B-landsliða kvenna hefur valið þá leikmenn sem halda til Cheb í Tékklandi 23. nóvember þar sem verður tekið þátt í tveimur fjögurra liða mótum ásamt landsliðum frá Noregi, Sviss og Tékklandi. Keppni stendur yfir frá 25....
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í fjögurra liða móti í Tékklandi í síðustu viku þessa mánaðar. Á mótinu mætir það landsliðum Tékka og Svisslendinga auk B-landsliðs (rekruttroppen) Noregs. Greint var frá því í dag hvernig norska B-liðið verður...
Lovísa Thompson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í handknattleik, ætlar að rifa seglin um stundarsakir og taka sér hlé frá handknattleik þangað til hún finnur löngunina á nýja leik. Hún ætlar að sleppa takinu af Lovísu Thompson og vera...
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir er í glæsilegum félagsskap stórstjarna í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppni EM kvenna í handknattleik. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, valdi liðið og birti í gærkvöld.Elín Jóna fór á kostum í marki íslenska landsliðsins þegar það lagði...
Næstu leikir íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins fara ekki fram fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Þá mætir íslenska landsliðið tyrkneska liðinu í tvígang, ytra 2. mars og hér heima fjórum dögum síðar. Lokasprettur undankeppninnar...
„Stelpurnar voru mjög flottar í dag. Einhverjar hefðu komið litlar í sér í næsta leik eftir tapið fyrir Svíum en þær gerðu það ekki heldur léku frábærlega,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna eftir frábæran sigur á Serbum, 23:21, í...
Annarri umferð af sex í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lauk í kvöld, m.a. með glæsilegum sigri íslenska landsliðsins á Serbum á Ásvöllum, 23:21. Hér fyrir neðan eru úrslit allra leikjanna í annarri umferð ásamt stöðunni.Þriðja og fjórða umferð...
„Þetta gekk svo vel alveg frá byrjun. Tilfinningin núna eftir svona frábæran leik er alveg æðisleg,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikstjórnandi, í samtali við handbolta.is eftir sigurleikinn á Serbum, 23:21, í undankeppni EM kvenna í...
„Þetta er geggjað, alveg frábært,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins og brosti út að eyrum eftir frábæran sigur íslenska liðsins á Serbum í undankeppni EM í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 23:21. Elín Jóna átti...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann Serbíu í undankeppni EM í handknattleik kvenna, 23:21, eftir frábæran leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Serbíu í mótsleik frá upphafi. Hann opnar liðinu möguleika á að...
„Við erum afar spenntar fyrir að takast á við Serba og höfum fulla trú á að geta átt hörkuleik,“ sagði Sunna Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og Serbíu í undankeppni EM sem...
Hafdís Renötudóttir markvörður úr Fram kemur inn í íslenska landsliðið sem mætir Serbum í dag í Schenkerhöllinni á Ásvöllum klukkan 16. Hún leysir af Sögu Sif Gísladóttur, markvörð Vals, sem hljóp í skarðið á elleftu stundu fyrir Hafdísi áður...
„Serbar leika öðruvísi handbolta en Svíar en er kannski nær því sem við erum vanar. Serbar leika mjög fasta vörn, en fara ekki eins framarlega og Svíarnir,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, hin reynslumikla landsliðskona í handknattleik, við handbolta.is í gær...