A-landslið kvenna

- Auglýsing -

„Alveg æðisleg sumargjöf”

„Ég lék síðast landsleik fyrir fimm eða sex árum og reiknaði ekki með að fá aftur tækifæri til að taka þátt í landsleik. Það var þess vegna alveg æðisleg sumargjöf að fá að vera með,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir...

Getum byggt ofan á þetta

„Okkur gekk aðeins betur í kvöld og það var greinileg framför um að ræða hjá okkur,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við handbolta.is eftir jafntefli íslenska landsliðsins við slóvenska landsliðið í síðari umspilsleiknum um sæti á...

„Ég ætlaði ekki að klikka aftur“

„Mér fannst varnarleikurinn og baráttan hjá okkur vera mjög flott allan leikinn en svo sannarlega hefði ég viljað vinna,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld með fimm mörk í jafnteflisleik við Slóvena í síðari umspilsleiknum um farseðlinn...
- Auglýsing -

Jafntefli við Slóvena sem voru á hálfum hraða

Íslenska landsliðið krækti í jafntefli í síðari viðureign sinni við Slóvena í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna, 21:21, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Það dugði skammt eftir tíu marka tap í fyrri leiknum og er...

Staðráðnar í að gera betur

„Við höfum margt að sýna því við eigum margt inni að okkar mati,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við handbolta.is vegna síðari viðureignar íslenska landsliðsins og þess slóvenska í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í...

Verðum að laga stöðuna

„Við erum mjög leiðar yfir hvernig tókst til í fyrri leiknum þar sem við ætluðum okkur meira en raun varð á svo að möguleikarnir yrðu meiri nú þegar kemur að síðari leiknum. Staðan er hinsvegar eins og hún er...
- Auglýsing -

Anna Úrsúla bætist í hópinn fyrir síðari leikinn

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur bætt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, leikmanni Vals, við landsliðshópinn sem æfir nú hér heima fyrir síðari leikinn gegn Slóveníu.Anna Úrsúla var ekki í leikmannahópnum í fyrri viðureigninni við Slóvena í Ljubljana á...

Handboltinn okkar: Kvennalandsliðið, hreyfingin og mótafyrirkomulagið

47. þáttur af Handboltinn okkar kom út í gærkvöld þar sem að þríeykið Jói, Gestur og Arnar fóru yfir leikinn hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Slóveníu sem fram fór á laugardaginn. Þá ræddu þeir um hvað það væri sem þyrfti...

Slök skotnýting varð Íslandi að falli í Ljubljana

Slök skotnýting varð öðru fremur til þess að íslenska landsliðið stendur illa að vígi eftir 10 marka tap fyrir Slóveníu, 24:14, í fyrri viðureign liðanna í Ljubljana í dag í umspili fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í...
- Auglýsing -

Íþróttir eru óútreiknanlegar

„Fyrirfram eru líkurnar kannski ekki með okkur en það skemmtilega við íþróttir er að aldrei er hægt að slá neinu föstu, þær eru óútreiknanlegar,“ sagði Lovísa Thompson, landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign Íslands og...

Reiknaði ekki með að verða valin

„Ég reiknaði ekki með því að vera valin í landsliðið að þessu sinni en ég neita því ekki að það er rosalega gaman að vera komin í liðið aftur,“ sagði Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik og leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins...

Verðum að hitta á okkar allra besta dag

„Við gerum okkur grein fyrir því að framundan er leikur við sterkan andstæðing, lið sem stendur okkur framar í dag,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við handbolta.is en á morgun mætir íslenska landsliðið Slóvenum í...
- Auglýsing -

Slóvenar hefja undirbúning fyrir leikina við Íslendinga

Óðum styttist í fyrri landsleik Íslands og Slóveníu í umspili um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember. Fyrri viðureignin fer fram í Ljubljana í Slóveníu á laugardaginn en sú síðari í Schenkerhöllinni á Ásvöllum síðasta...

Adzic hefur valið landsliðið sem mætir Íslendingum

Dragan Adzic, nýráðinn þjálfari slóvenska landsliðsins valdi í morgun 23 leikmenn til æfinga fyrir leikina tvo við íslenska landsliðið í umspili fyrir heimsmeistaramótið á Spáni. Leikirnir fara fram laugardaginn 17. apríl í Ljubljana og fjórum dögum síðar í Schenkerhöllinni...

Viðureignin í Ljubljana verður algjör lykilleikur

„Við erum að fara í mjög erfitt verkefni gegn Slóvenum. Það er mikill munur á liðunum sem eru í hópi þeirra bestu og hafa nánast verið á öllum stórmótum síðustu ár, eins og Slóvenum, og þeirra sem landsliðið var...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -