Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik hafa einu sinni áður upplifað martröð svipaða og á EM í Búdapest í Ungverjalandi, þar sem Kínaveiran herjar á leikmenn og ástandið hjá mörgum liðum sem taka þátt í Evrópumótinu er þannig, að það...
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var raddlaus og nánast orðlaus, þegar hann sendi íslensku strákunum í landsliðinu kveðju á Facebook eftir sigurinn glæsilega í kvöld.„Þjóðhetjur, takk. Ég á ekki frekari orð. Förum alla leið,“ segir forseti m.a. í kveðju...
Viktor Gísli Hallgrímsson var einn þeirra sem átti stórbrotinn leik í kvöld þegar íslenska landsliðið vann það franska, 29:21, í annarri umferð milliriðlakeppni EM í handknattleik.Viktor Gísli kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítakast frá Hugo Descat þegar...
Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, leikmenn Hauka, er lagðir af stað til móts við íslenska landsliðið í handknattelik á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Haukar greina frá þessu á samfélagssíðum sínum í kvöld og birta mynd af þeim félögum fyrir...
Íslenska landsliðið vann öruggan sigur á Frökkum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld, 29:21, í MVM Dome í Búdapest. Leikmenn létu áföll undanfarinna daga ekki slá sig út af laginu, þvert á móti virtust þeir hafa eflst...
„Ég er bara alveg hreint orðlaus eftir þetta,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir átta marka magnaðan sigur íslenska landsliðsins í handknattleik á Frökkum í milliriðlakeppni EM í Búdapest, 29:21.„Það var markmiðið að...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla lék einhvern sinn stórbrotnasta leik sem um getur í kvöld þegar það kjöldró Ólympíumeistara Frakka í annarri umferð milliriðlakeppninnar í handknattleik karla í MVM Dome í Búdapest í kvöld, lokatölur, 29:21. Ísland var með...
Valsmennirnir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson leika sína fyrstu leiki í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik þegar þeir koma inn í íslenska landsliðið þegar það mætir Frökkum í annarri umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í MVM Dome í...
Tveir leikmenn íslenska landsliðsins til viðbótar greindust með covid19 við skimun í morgun. Um er að ræða Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daða Smárason eftir því sem fram kemur í tilkynningu sem var að berast frá Handknattleikssambandi Íslands fyrir...
„Leikurinn við Frakka verður áskorun,“ sagði Elvar Ásgeirsson, nýbakaður landsliðsmaður í handknattleik um viðureign dagsins hjá honum og félögum í ísenska landsliðinu þegar þeir mæta Ólympíumeisturum Frakka í annarri umferð milliriðlakeppninnar á Evrópumótinu klukkan 17 í dag.Elvar leikur með...
„Frakkar eru með afar sterkt lið og hafa í dag úr breiðari hópi leikmanna að ráða en við þar sem færri hafa veikst hjá þeim,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við handbolta.is í gær.Sigvaldi...
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni er gamalt og gott máltæki. Þegar Daníel Þór Ingason mætir til leiks gegn Frökkum í Búdapest í dag og leikur um leið sinn 36. landsleik, eru 56 ár liðin síðan að afi hans,...
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði íslenska landsliðið með nærveru sinni á viðureign þess við Dani á fimmtudagskvöld á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Forseti er ennþá í Búdapest og verður á ný á meðal áhorfenda á viðureigninni við Frakka í...
Þeir sem eftir standa af íslenska landsliðshópnum og starfsmönnum komu saman til æfingar í MVM Dome í Búdapest upp úr miðjum degi þar sem menn bjuggu sig undir leikinn við Óympíumeistara Frakka á morgun í annarri umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins...
„Við höfum þungar áhyggjur af stöðunni og ekki dró það úr áhyggjum okkar þegar sjöundi maðurinn í hópnum greindist smitaður í dag eftir hraðpróf. Vonir stóðu til að við værum að ná utan um ástandið þegar öll PCR prófin...